Utanríkisráðherrar NATO ákveða að efla loftrýmisgæslu í Eystrasaltsríkjum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 19:19 Gunnar Bragi ásamt utanríkisráðherrum Tyrklands, Króatíu, Albaníu, Bretlands og Danmerkur. mynd/nato Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu stöðu öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafssvæðinu á fundum í Brussel í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir áréttuðu fordæmingu sína á aðgerðum Rússa og því sem talið er vera ólögmæt innlimun Krímskaga. Ennfremur veldur viðbúnaður og liðsafli Rússa við landamæri Úkraínu áhyggjum bandalagsríkja og hefur loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltsríkjunum því verið efld. „Við ræddum þá alvarlegu stöðu sem hernaðaraðgerðir Rússa og innlimun Krímskaga skapar fyrir öryggi Evrópu”, sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. „Á fundinum fórum við yfir aðgerðir sem ætlað er að styðja við Úkraínu og önnur samstarfsríki okkar í Austur-Evrópu. Á vettvangi Atlandshafsbandalagsins þarf að endurhugsa samskiptin við Rússland og það verður skoðunarefni þar næstu vikurnar.“ Utanríkisráðherrarnir funduðu einnig með Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra í NATO-Úkraínunefndinni. Bandalagsríkin hétu því halda áfram að vinna með stjórnvöldum í Úkraínu að pólitískri og friðsamlegri lausn sem tæki mið af alþjóðalögum og alþjóðlega viðurkenndum landmærum landsins. Þá var þess sérstaklega minnst á fundi utanríkisráðherranna að tólf ríki hafa gerst aðildarríki að bandalaginu á síðustu fimmtán árum. Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu stöðu öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafssvæðinu á fundum í Brussel í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir áréttuðu fordæmingu sína á aðgerðum Rússa og því sem talið er vera ólögmæt innlimun Krímskaga. Ennfremur veldur viðbúnaður og liðsafli Rússa við landamæri Úkraínu áhyggjum bandalagsríkja og hefur loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltsríkjunum því verið efld. „Við ræddum þá alvarlegu stöðu sem hernaðaraðgerðir Rússa og innlimun Krímskaga skapar fyrir öryggi Evrópu”, sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. „Á fundinum fórum við yfir aðgerðir sem ætlað er að styðja við Úkraínu og önnur samstarfsríki okkar í Austur-Evrópu. Á vettvangi Atlandshafsbandalagsins þarf að endurhugsa samskiptin við Rússland og það verður skoðunarefni þar næstu vikurnar.“ Utanríkisráðherrarnir funduðu einnig með Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra í NATO-Úkraínunefndinni. Bandalagsríkin hétu því halda áfram að vinna með stjórnvöldum í Úkraínu að pólitískri og friðsamlegri lausn sem tæki mið af alþjóðalögum og alþjóðlega viðurkenndum landmærum landsins. Þá var þess sérstaklega minnst á fundi utanríkisráðherranna að tólf ríki hafa gerst aðildarríki að bandalaginu á síðustu fimmtán árum.
Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira