Viðburðaríkur fyrsti apríl Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 2. apríl 2014 09:00 Sirkusbjörninn í sóttkví sinni. Vísir/Stefán Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör. Eurovision Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör.
Eurovision Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira