Þó fyrir þingi liggi frumvarp um lögleiðingu fjárhættuspila undir ströngu eftirliti hins opinbera þá var það ekki samþykkt í gær. Um var að ræða árlegt aprílgabb fréttastofu Stöðvar 2.
Einnig var aðeins rætt við annan tvíburabræðranna, en það var Arnar sem veitti tvö viðtöl. Það seinna veitti hann í gervi bróður síns sem búsettur er í Nijmegen í Hollandi, og hafði Arnar þá skipt um föt.
Fréttastofa þakkar Arnari fyrir aðstoð sína við vinnslu fréttarinnar, og einnig þeim Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokks, og Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingar.