Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 20:01 Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira