Enski boltinn

Fram vann öruggan sigur á Djúpmönnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Guðjónsson vann Reykjavíkurmótið með Fram en er úr leik í Lengjubikarnum.
Bjarni Guðjónsson vann Reykjavíkurmótið með Fram en er úr leik í Lengjubikarnum.
Reykjavíkurmeistarar Fram áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja 1. deildar lið BÍ/Bolungarvíkur í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld en Safamýrarpiltar unnu 3-0 á heimavelli sínum í Úlfarsárdal.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson, framherjinn stóri og stæðilegi sem kom frá Ólafsvík í vetur, skoraði fyrsta markið á 20. mínútu leiksins en staðan í hálfleik var 1-0.

Heimamenn bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Guðmundur Steinn skoraði annað mark sitt og það þriðja gerði Guðmundur Magnússon sem einnig kom frá Ólafsvík í vetur.

Fram hefur lokið leik í Lengjubikarnum í ár en liðið uppskar níu stig í sjö leikjum eftir þrjá sigra og fjögur töp.

Djúpmenn hafa enn ekki unnið leik en þeir eru á botni riðilsins með tvö stig eftir sex leiki og eiga einn leik eftir í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×