NBA í nótt: Houston í úrslitakeppnina en Durant jafnaði Jordan | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2014 11:02 Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira