Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2014 19:00 Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00