Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:49 Dómari mun úrskurða um kröfu verjendanna í dag. Vísir/GVA Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins. Aurum Holding málið Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins.
Aurum Holding málið Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent