Dirk Nowitzki komst upp í 10. sætið á stigalistanum í NBA | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 12:00 Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, hitti úr 9 af 11 skotum sínum gegn Utan Jazz í nótt og skoraði 21 stig í öruggum 95-83 sigri Dallas. Leikurinn var sögulegur fyrir Nowitzki því hann komst upp í 10. sætið á stigalistanum yfir mestu skorarana í NBA-deildinni frá upphafi. Á topp 10 listanum eru nöfn á borð við Michael Jordan, Wilt Chamberlain og stigakónginn sjálfan, KareemAbdul-Jabbar. Nowitzki hirti 10. sætið af goðsögninni OscarRobertson sem skoraði 26,710 stig á 14 ára ferli með Cincinatti Royals og Milwaukee Bucks á árunum 1960-1974. Hann varð meistari með Milwaukee árið 1971. Þjóðverjinn er nú búinn að skora 26,714 stig en hann komst upp fyrir Robertson með laglegu stökkskoti úr teignum í fjórða leikhluta. Eitthvað sem hann hefur gert nokkrum sinnum áður.Dirk fór upp fyrir Oscar Robertson.Vísir/GettyDirk Nowitzki var valinn níundi í nýliðavalinu af Milwaukee Bucks árið 1998 en var um leið skipt til Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað síðan. Á 15. leiktíðum með Dallas hefur Nowitzki einu sinni orðið meistari en það var árið 2011 þegar liðið lagði Miami Heat í úrslitum, 4-2. Þjóðverjinn var þá kjörinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2007 og hefur tólf sinnum verið í stjörnuliði vesturdeildarinnar. Nowitzki hefur fjórum sinnum verið kjörinn í lið ársins og er auðvitað stigahæsti leikmaður Dallas Mavericks frá upphafi.Tíu stigahæstur mennirnir í sögu NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar, 38,387 stig 2. Karl Malone, 36,928 3. Michael Jordan, 32,292 4. Kobe Bryant, 31,700 5. Wilt Chamberlain, 31,419 6. Shaquille O’Neal, 28,596 7. Moses Malone, 27,409 8. Elvin Hayes, 27,313 9. Hakeem Olajuwon, 26,946 10. Dirk Nowitzki, 26,714 NBA Tengdar fréttir Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, hitti úr 9 af 11 skotum sínum gegn Utan Jazz í nótt og skoraði 21 stig í öruggum 95-83 sigri Dallas. Leikurinn var sögulegur fyrir Nowitzki því hann komst upp í 10. sætið á stigalistanum yfir mestu skorarana í NBA-deildinni frá upphafi. Á topp 10 listanum eru nöfn á borð við Michael Jordan, Wilt Chamberlain og stigakónginn sjálfan, KareemAbdul-Jabbar. Nowitzki hirti 10. sætið af goðsögninni OscarRobertson sem skoraði 26,710 stig á 14 ára ferli með Cincinatti Royals og Milwaukee Bucks á árunum 1960-1974. Hann varð meistari með Milwaukee árið 1971. Þjóðverjinn er nú búinn að skora 26,714 stig en hann komst upp fyrir Robertson með laglegu stökkskoti úr teignum í fjórða leikhluta. Eitthvað sem hann hefur gert nokkrum sinnum áður.Dirk fór upp fyrir Oscar Robertson.Vísir/GettyDirk Nowitzki var valinn níundi í nýliðavalinu af Milwaukee Bucks árið 1998 en var um leið skipt til Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað síðan. Á 15. leiktíðum með Dallas hefur Nowitzki einu sinni orðið meistari en það var árið 2011 þegar liðið lagði Miami Heat í úrslitum, 4-2. Þjóðverjinn var þá kjörinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2007 og hefur tólf sinnum verið í stjörnuliði vesturdeildarinnar. Nowitzki hefur fjórum sinnum verið kjörinn í lið ársins og er auðvitað stigahæsti leikmaður Dallas Mavericks frá upphafi.Tíu stigahæstur mennirnir í sögu NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar, 38,387 stig 2. Karl Malone, 36,928 3. Michael Jordan, 32,292 4. Kobe Bryant, 31,700 5. Wilt Chamberlain, 31,419 6. Shaquille O’Neal, 28,596 7. Moses Malone, 27,409 8. Elvin Hayes, 27,313 9. Hakeem Olajuwon, 26,946 10. Dirk Nowitzki, 26,714
NBA Tengdar fréttir Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59