Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2014 16:24 Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld. Stóru málin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld.
Stóru málin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira