Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2014 21:00 Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. Þetta er liður í stórfelldri uppbyggingu sem hann stendur fyrir í þessum fornfræga síldarbæ. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, er Siglufjörður heimsóttur og rætt við Róbert og fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem á sér stað í bænum þessi misserin.Hótelið verður 68 herbergja og er stefnt að því að rekstur þess hefjist eftir eitt ár.Fjárfestingar Róberts á undanförnum árum eru þegar farnar að setja sterkan svip á bæinn. Litskrúðug veitingahús og gallerí í byggingum sem áður voru í niðurníðslu lífga nú upp á mannlífið, líftæknifyrirtækið Genís vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, en nýjasta táknið um framkvæmdir Róberts er stór byggingarkrani við höfnina. „Byggingarkrani verður sjaldan tákn mitt,” svarar Róbert en staðfestir að kraninn þjóni þeim tilgangi að reisa 68 herbergja hótel sem vonast sé til að verði komið í rekstur vorið 2015.Stór byggingarkrani er kominn upp á lóð hótelsins.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Milli fimmtán og tuttugu iðnaðarmenn vinna að smíði hótelsins, sem að hluta fer fram innandyra með forsmíði eininga. Róbert byggir ferðaþjónustuna upp í kringum smábátahöfnina á Siglufirði, hún á að verða hjartað. Hótelbyggingin verður L-laga og segir Róbert að úr hverju einasta herbergi verði útsýni yfir báta eða aðra athafnasemi tengda sjónum. Þátturinn “Um land allt” á Stöð 2 er á dagskrá kl. 19.20 annaðkvöld en þar verður fjallað ítarlega um fjárfestingar Róberts á Siglufirði.Róbert á veitingastaðnum Hannes Boy. Húsgögnin eru gerð úr tequila-tunnum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Um land allt Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. Þetta er liður í stórfelldri uppbyggingu sem hann stendur fyrir í þessum fornfræga síldarbæ. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, er Siglufjörður heimsóttur og rætt við Róbert og fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem á sér stað í bænum þessi misserin.Hótelið verður 68 herbergja og er stefnt að því að rekstur þess hefjist eftir eitt ár.Fjárfestingar Róberts á undanförnum árum eru þegar farnar að setja sterkan svip á bæinn. Litskrúðug veitingahús og gallerí í byggingum sem áður voru í niðurníðslu lífga nú upp á mannlífið, líftæknifyrirtækið Genís vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, en nýjasta táknið um framkvæmdir Róberts er stór byggingarkrani við höfnina. „Byggingarkrani verður sjaldan tákn mitt,” svarar Róbert en staðfestir að kraninn þjóni þeim tilgangi að reisa 68 herbergja hótel sem vonast sé til að verði komið í rekstur vorið 2015.Stór byggingarkrani er kominn upp á lóð hótelsins.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Milli fimmtán og tuttugu iðnaðarmenn vinna að smíði hótelsins, sem að hluta fer fram innandyra með forsmíði eininga. Róbert byggir ferðaþjónustuna upp í kringum smábátahöfnina á Siglufirði, hún á að verða hjartað. Hótelbyggingin verður L-laga og segir Róbert að úr hverju einasta herbergi verði útsýni yfir báta eða aðra athafnasemi tengda sjónum. Þátturinn “Um land allt” á Stöð 2 er á dagskrá kl. 19.20 annaðkvöld en þar verður fjallað ítarlega um fjárfestingar Róberts á Siglufirði.Róbert á veitingastaðnum Hannes Boy. Húsgögnin eru gerð úr tequila-tunnum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Um land allt Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira