Handbolti

Leikur Akureyrar og Vals flautaður á kl. 19.30

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liðin fá loks að mætast.
Liðin fá loks að mætast. Vísir/Daníel
Handknattleikssamband Íslands hefur staðfest að leikur Akureyrar og Vals fer fram í kvöld en hann verður flautaður á klukkan 19.30. Búið er að fresta leiknum, sem átti að fara fram á fimmtudaginn, í þrígang.

Valsmönnum hefur gengist illa að komast norður en þeir voru fastir í Varmahlíð fyrr í dag þar sem Öxnadalsheiðin var lokuð. Vegagerðin hefur unnið í því að búa til einbreið göng í gegnum snjóinn með útskotum og komast Valsarar nú loksins af stað.

Norðamenn búast ekki við fjölda áhorfenda á leikinn enda er árshátíð Akureyrarbæjar í gangi á sama tíma í íþróttahöllinni. Þess vegna fer leikurinn fram í KA-húsinu.

Á Facebook-síðu Arctic Sport má sjá hvernig um er að litast á Öxnadalsheiðinni þessa stundina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×