Fótbolti

Aron brenndi af víti í sigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AZ sem lagði PEC Zwolle 2-1 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 17 mínúturnar.

Steven Berguis skoraði strax á 6. mínútu leiksins fyrir AZ. Hann sendi fyrir, Aron náði ekki að skalla en það kom ekki að sök því boltinn skoppaði einu sinni áður en hann söng í netinu.

Nemanja Gudelj bætti við öðru marki á 14. mínútu en Mustafa Saymak minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir hálfleik og þar við sat.

Aron Jóhannsson fékk tækifæri til að skora úr vítaspyrnu á 54. mínútu en tókst ekki. Það kom þó ekki að sök því ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Aron var tekinn af leikvelli á 73. mínútu, á sama tíma og Jóhann Berg kom inn á.

Liðin eru hlið við hlið í tölfunni en nú munar sex stigum á þeim. AZ er í 7. sæti með 43 stig en Zwolle í 8. sæti með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×