Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 98 - 89 Grindavík | Þórsarar jöfnuðu einvígið Daníel Rúnarsson í Icelandic Glacial-höllinni skrifar 23. mars 2014 18:30 Jóhann Árni Ólafsson er lykilmaður hjá Grindavík. Vísir/Anton Þór frá Þorlákshöfn vann baráttusigur á Grindvíkingum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta, 98-89. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, og ljóst að Þórsarar ætla að láta ríkjandi meistara hafa fyrir hlutunum. Ragnar Nathanaelsson vann uppkastið í upphafi leiks fyrir heimamenn og sló tóninn í baráttu stóru mannanna í teignum. Hann setti jafnframt fyrstu stig leiksins fyrir Þórsara. Sigurður Þorsteinsson svaraði skömmu síðar, keyrði á Ragnar, setti skotið niður og fékk vítaskot að auki. Þannig þróaðist fyrsti leikhlutinn að verulegu leyti. Liðin leituðu inn í teiginn og hittu heimamenn til dæmis ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti. Frumkvæðið var hjá heimamönnum allan fjórðunginn en þeir komust þó aldrei langt undan. Forysta heimamanna tvö stig að loknum fyrsta leikhluta, 25-23. Þórsarar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta en bættu töluvert í vörnina. Svo mikið raunar að Grindvíkingar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu fimm mínútur leikhlutans. Grindvíkingar voru heillum horfnir í sóknarleik sínum og settu aðeins eitt af fimm þriggja stiga skotum sínum niður. Um miðbik leikhlutans gerðist ansi skrautlegt atvik. Dómarar leiksins dæmdu villu á Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson sem brást ókvæða við. Í öllum látunum var rangur leikmaður Þórs sendur á vítalínuna en það uppgvötvaðist þó ekki fyrr en einni sókn síðar. Dómararnir tóku sér eigið leikhlé til að ráða ráðum sínum og komust síðan að þeirri niðurstöðu að dæma vítaskotin ógild. Var þá komið að þjálfara Þórsara, Benedikt Guðmundssyni, að bregðast reiður við og lái honum hver sem vill. Í framhaldinu sofnuðu heimamenn aðeins á verðinum og Grindvíkingar skoruðu fjögur stig í röð á skömmum tíma. En þriggja stiga körfur frá Emil Karel og Tómasi Heiðari vöktu heimamenn af blundinnum og tryggðu forystu þeirra enn frekar. Staðan í hálfleik 54-40. Liðin fóru varlega af stað inn í seinni hálfleikinn eftir hamaganginn í þeim fyrri. Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson braut þó ísinn þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum með góðri þriggja stiga körfu. Jóhann Árni svaraði því um hæl fyrir gestina. Sóknarleikur Grindvíkinga var töluvert betri og varnarleikur Þórsara að sama skapi lakari. Áhlaupið sem allir biðu eftir frá Grindvíkingum kom að sjálfsögðu og skoruðu þeir 19 stig gegn 6 stigum heimamanna. Grindvíkingar lentu í miklum villuvandræðum er þeir misstu Sigurð Þorsteinsson út af vellinum með fimm villur auk þess sem Ómar Sævarsson fékk sína fjórðu villu. Undir lok leikhlutans fengu heimamenn þó dæmda á sig óíþróttamannslega villu og fyrir vikið tókst Grindvíkingum að minnka muninn niður í aðeins tvö stig. Síðustu stig leikhlutans komu þó frá Þórsurum og forysta þeirra því fjögur stig fyrir lokaleikhlutann, 69-65. Grindvíkingar byrjuðu síðasta leikhlutann af miklum krafti og jöfnuðu 70-70. Upp úr sauð á milli liðana þegar óíþróttamannsleg villa dæmd á Nemanja Sovic eftir árekstur hans við Jón Axel. Þórsarar voru afar ósáttir við þann dóm en Grindvíkingar einnig - þeir vildu reka Sovic út úr húsi. Frumkvæðið nú komið til Grindvíkinga sem Þórsarar þó aldrei langt undan. Grindvíkingar náðu fjögurra stiga forystu og héldu henni alt þar til gagnárás Þórsara hófst á lokamínútunum. Þriggja stiga karfa Nemanja Sovic og fjögur stig í röð frá Ragnari Nathanaelssyni komu Þórsurum í þriggja stiga forystu, 86-83. Þórsarar héldu forystunni út leikinn og bættu við forystuna á lokasekúndum hans af vítalínunni þegar Grindvíkingar reyndu sitt besta til að komast inn í leikinn. Öflugur baráttusigur Þórsara staðreynd og ljóst að þeir ætla sér að gera seríu úr þessari viðureign. Næsti leikur er á heimavelli Grindvíkinga og ljóst að þeir munu mæta þangað sem særð ljón eftir atgang þessa leiks. Atvik eftir leik setti svartan blett á kvöldið en þá átti Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson sitthvað ósagt við Björgvin Rúnarsson, einn dómara leiksins. Svo heitt var Þorleifi í hamsi að starfsmenn ritaraborðsins þurftu að halda aftur af honum þegar mest gekk á. Þorleifur uppskar að launum brottrekstur úr húsinu. Þorleifur fór út af vellinum í fyrsta leikhluta með alvarleg meiðsli en óttast er að hann hafi slitið krossbönd í hné. Þorleifur var því á hækjum þegar munnleg árás hans á Björgvin átti sér stað.Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Grindvíkinga: Dómgæslan var skrípaleikur Þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur þegar blaðamaður Vísis hitti á hann í leiks lok. "Við byrjuðum leikinn mjög illa en náðum að skipuleggja okkur í hálfleiknum og vorum mikið betri í seinni hálfleik. En það var bara ekki nóg í kvöld. Það er alltof dýrt að byrja að spila eins og menn þegar svona langt er liðið á leikinn." sagði Sverrir. "Siggi Þorsteins fær síðan tvær mjög ódýrara villur í upphafi seinni hálfleiks og var ekkert með það sem eftir lifði leiks. Það var líka mjög dýrt enda kláraði Raggi þetta fyrir þá. Það er mjög erfitt að verjast honum þegar okkar stærsti maður er farinn út af." bætti Sverrir við. Þorleifur Ólafsson fór meiddur af velli strax í fyrsta leikhluta og tók ekki frekari þátt í leiknum. Sverrir telur meiðslin vera afar alvarleg en óttast er að krossband í hné sé slitið sem þýðir að þátttöka hans þetta tímabilið, að minnsta kosti, er lokið. Þorleifur lét það þó ekki aftra sér frá því að segja dómurunum til meintra synda sinna í leikslok. "Já það fer þarna eitthvað á milli þeirra, Björgvins og Lalla (Þorleifs). Ég heyrði það ekki nákvæmlega en sá að hann fékk brottrekstrarvillu sem skiptir þó kannski ekki öllu máli enda líta meiðslin hans ansi alvarlega út." sagði Sverrir. Grindvíkingar voru allir sem einn afar ósáttir við frammistöðu dómara tríósins í kvöld. "Þetta var bara hálfgerður skrípaleikur hjá þeim, endalausar villur og mér fannst þetta bara detta út í vitleysu. Mér sýndist Þórsararnir ekki heldur vera sáttir við þá. En staðan er bara 1-1 í þessu einvígi þó það hafi mikið gengið á. Nú þurfum við bara að huga að næsta leik á fimmtudaginn." bætti Sverrir við að lokum.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Sterkur andlegur sigur Ólíkt kollega sínum úr Grindavík var Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, afar sáttur í leikslok, eins og gefur að skilja. "Við byrjum þetta vel og náum mest 18 stiga forystu. En við vissum alveg sem er að Grindavík er með hörkulið og þeir gerðu áhlaup á okkur og náðu forystu. En ég var gríðarlega ánægður með hvernig strákarnir brugðust við því. Við vorum sterkir andlega og sýndum smá kjark, þor og hjarta og það skilaði sigrinum að lokum. Við höfum áður brotnað við sambærilegar aðstæður en ekki núna." sagði stoltur þjálfari Þórsara. Varamenn Þórs áttu stórleik í kvöld og var Emil Karel til að mynda stigahæstur í liðinu ásamt Mike Cook. "Framlagið sem við fengum af bekknum í kvöld er það sem skiptir sköpum. Við fengum frábæra innkomu af bekknum, sem vantaði einmitt í síðasta leik, en með þessari frammistöðu þá eru okkur allir vegir færir í þessari úrslitakeppni. Næsti leikur er á fimmtudaginn og það verður bara barátta. Nú fer ég og horfi fimmtíusinnum á upptökuna af leiknum og reyni að greina allt í öreindir. En ég veit að Grindvíkingar eiga mikið inni og það verður afar erfiður leikur." bætti Benedikt við. Grindvíkingar voru ósáttir við dómgæsluna í leiknum en hvað fannst Benedikt um frammistöðu dómaranna? "Það var sumt í leiknum sem ég skildi ekki og ég mun skoða það á upptökunum hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða dómararnir. Það hefur svosem komið fyrir áður að maður hafi rangt fyrir sér en það verður bara að koma í ljós. Mér fannst þetta vera nokkuð jafnt á bæði liðin." sagði Benedikt að lokum.Emil Karel Einarsson, leikmaður Þórs: Kom cocky inn á og setti skotin niður Emil Karel Einarsson var einn af mönnum leiksins hjá Þórsurum. Þessi tvítugi piltur átti sinn besta leik á tímabilinu og það á hárréttu augnabliki. En hafði hann trú á því að vera stigahæsti leikmaður liðsins í þessum leik þegar hann vaknaði í morgun? "Maður hefur alltaf trú á sjálfum sér. Ég vildi koma inn af bekknum og vera cocky og skjóta öllum færum sem gáfust. Ég fékk nokkur opin í byrjun og þau duttu niður og þá hélt ég bara áfram. Ef maður er heitur þá heldur maður bara áfram að skjóta." sagði þessi hressi Þórsari í leikslok. En hverja telur Emil vera möguleika Þórsara í næsta leik á fimmtudaginn? "Ef við náum sömu vörn á fimmtudaginn eins og við náðum á löngum köflum hér í kvöld þá eigum við alveg möguleika í Grindavík. Það er alveg á hreinu." sagði Emil að lokum.Þór Þ.-Grindavík 98-89 (25-23, 29-17, 15-25, 29-24)Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 18/5 fráköst, Mike Cook Jr. 18, Tómas Heiðar Tómasson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 14/13 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Halldór Garðar Hermannsson 4, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 21, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 2, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0. Vísir var með beina textalýsingu frá annarri viðureign Þórs Þorlákshafnar og Grindavíkur í 8 liða úrslitum Domino's-deild karla í körfubolta. Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur unnu fyrsta leikinn á heimavelli með tíu stiga mun og þurfa Þórsarar því að vinna í kvöld til að jafna metin. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en hér fyrir neðan birtast allar helstu upplýsingar um gang mála frá blaðamanni Vísis á vellinum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.4. leikhl. | Leik lokið | 98-89: Þórsarar klára leikinn á vítalínunni og Grindvíkingar eru afskaplega ósáttir við dómarana í leikslok.4. leikhl. | 20 sek eftir | 92-87: Fjögur stig í röð frá Grindvíkingum á 20 sekúndum og skyndilega er munurinn aðeins 5 stig.4. leikhl. | 40 sek eftir | 92-83: Ragnar setti fyrra vítið niður en í frákastinu var brotið á Tómasi Þórsara sem þýðir að hann fékk tvö víti til viðbótar. Tómas setti þau bæði niður.4. leikhl. | 42 sek eftir | 89-83: Ragnar Nathanaelsson með gríðarlega mikilvægt frákast þegar 42 sekúndur eru eftir af leiknum og fær villu að auki. Tvö stig af vítalínunni frá Ragnari munu fara langt með að tryggja sigurinn fyrir heimamenn. Við sjáum hvað setur.4. leikhl. | 2 mín eftir | 89-83: Mike Cook keyrir að körfunni, setur skotið niður og fær vítaskot að auki sem hann nýtir að sjálfsögðu. Forysta Þórsara komin í sex stig.4. leikhl. | 2.30 mín eftir | 86-83: Ragnar Nathanaelsson er að stíga upp hér á lokamínútunum fyrir Þórsara. Fjögur stig í röð frá honum.4. leikhl. | 4 mín eftir | 82-81: Nemanja Sovic setur niður þriggja stiga skot sem kemur heimamönnum í forystu. Grindvíkingar taka leikhlé strax í kjölfarið. Það er orðið ansi heitt hér í Iceland Glacial höllinni og augljóst að mikið er undir í þessum leik.4. leikhl. | 4 mín eftir | 79-81: Baldur með eitt vítaskot niður af tveimur mögulegum. Nú telja vítin dýrt. Þrír leikmenn Þórs eru með fjórar villur; Mike Cook, Tómas Heiðar og Ragnar.4. leikhl. | 5 mín eftir | 78-81: Ólafur var ekki lengi í paradís! Hann fær sína fimmtu villu í næstu sókn og eru Grindvíkingar nú bæði án Ólafs og Sigurðar Þorsteins. Þessar lokamínútur verða afskaplega magnaðar.4. leikhl. | 6 mín eftir | 74-78: Ólafur Ólafsson lyftir sér upp í hæstu hæðir og ver skot Mike Cook Jr. við mikinn fögnuð gulklæddra í stúkunni.4. leikhl. | 7 mín eftir | 72-75: Enn á ný sýður uppúr á milli liðanna. Óíþróttamannsleg villa dæmd á Nemanja Sovic eftir árekstur hans við Jón Axel Guðmundsson. Grindvíkingar vilja henda Sovic úr húsinu en Þórsarar vilja fá villu á Grindvíkinga. Menn eru ekki alltaf sammála í þessu. En Grindvíkingar eru komnir yfir í að ég held fyrsta skipti í leiknum! Og Þórsarar taka leikhlé.4. leikhl. | 8.30 mín eftir | 70-70: Grindvíkingar byrja fjórða leikhlutann töluvert betur en heimamenn og hafa nú jafnað leikinn í fyrsta skipti síðan staðan var 21-21, ef minnið svíkur mig ekki.3. leikhl. | Lokið | 69-65: Gestirnir fengu lokaskot leikhlutans en mistókst að nýta sér það. Heimamenn leiða með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann sem verður ansi magnaður!3. leikhl. | 1 mín eftir | 67-65: Það er allt annað að sjá baráttu og sóknarleik gsetanna úr Grindavík núna. Ásetningsvilla dæmd á Baldur Ragnarsson hjá Þór og gestirnir fá tvö vítaskot og boltann að auki. Bæði skotin rata sína leið en þeim tekst ekki að nýta sóknina sem skildi. Forysta Þórsara komin niður í tvö stig.3. leikhl. | 3.30 mín eftir | 66-59: Enn setja gestirnir niður þriggja stiga skotin. Earnest Clinch í þetta skiptið. Tómas Heiðar setur hinsvegar tvö vítaskot niður fyrir heimamenn og kemur muninum aftur í sjö stig.3. leikhl. | 4 mín eftir | 62-56: Tvær þriggjastiga körfur í röð frá gestunum og munurinn er skyndilega aðeins 6 stig.3. leikhl. | 5 mín eftir | 62-53: Það er skammt stórra högga á milli. Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fimmtu villu. Hann er afar ósáttur við dómarana og telur sig vera hafðan fyrir ranga sök. En út af vellinum fer hann engu að síður. Hafi vandræði Grindvíkinga verið mikil hér örfáum línum neðar þá voru þau að stigmagnast rétt í þessu.3. leikhl. | 5.30 mín eftir | 62-50: Nú er það hinn stóri maður Grindvíkinga, Ómar Sævarsson, sem fær sína fjórðu villu. Vandræði Grindvíkinga aukast og aukast, þrátt fyrir að þeim hafi tekist að minnka muninn.3. leikhl. | 6 mín eftir | 59-50: Þorleifur Ólafsson kemur nú út úr búningsherbergi Grindvíkinga eftir hálfleikinn íklæddur hefðbundnum borgaralegum klæðum. Hans þátttöku er því greinilega lokið eftir meiðslin sem hann hlaut í fyrsta leikhluta. Óskum honum góðs og skjóts bata.3. leikhl. | 7 mín eftir | 59-45: Sigurður Þorsteinsson fær sína fjórðu villu og telja þjálfarar Grindvíkinga það vera fyrir litlar sakir. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Sigurður er kominn í bullandi villuvandræði.3. leikhl. | 8 mín eftir | 59-43: Eftir rólegar fyrstu mínútur leikhlutans opnar Tómas Heiðar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu en Jóhann Árni svarar að bragði hinumegin á vellinum með þrist.Hálfleikur: Fyrri hálfleikurinn hefur verið afskaplega fjörugur og við skulum líta örsnöggt yfir tölfræði leikmanna. Hjá heimamönnum í Þór er Emil Karel stigahæstur með 13 stig, Baldur Þór með 9 stig og þeir Mike Cook og Tómas Heiðar 8 stig hvor. Hjá gestunum er stigaskorið afar jafnt. Jón Axel og Earnest Clinch eru með 8 stig hvor og þeir Sigurður Gunnar og Ólafur Ólafsson 7 stig hvor.2. leikhl. | Lokið | 54-40: Gestirnir úr Grindavík skoruðu fjögur síðustu stig hálfleiksins og Þórsarar fara því inn í hálfleikinn með 14 stiga forystu.2. leikhl. | 1 mín eftir | 54-36: Nemanja Sovic fékk því fjögur vítaskot og nýtti þrjú þeirra. Þórsarar fengu síðan boltann og settu skotið niður. Fimm stiga sókn hjá heimamönnum.2. leikhl. | 1.15 mín eftir | 49-36: Emil Karel aftur með þriggja stiga körfu fyrir heimamenn. Sigurður Þorsteinsson brýtur á Nemanja Sovic í hraðaupphlaupi. Jóhann Árni Ólafsson er afskaplega óánægður með störf dómaranna og uppsker að launum tæknivillu. Það borgar sig sjaldan að deila við dómarann.2. leikhl. | 2 mín eftir | 46-34: Mike Cook fær sína fjórðu villu fyrir brot á Sigurði Þorsteins undir körfunni. Þórsarar hafa ekki efni á að missa Cook af velli í þessum leik, svo einfalt er það.2. leikhl. | 3 mín eftir | 45-32: Það tók heimamenn smá stund að ná áttum eftir þessa uppákomu og Grindvíkingar skoruðu þá fjögur stig í röð. En þeir hafa nú vaknað á ný og settu niður tvö þriggja sitga skot í röð. Fyrst var það Tómas Heiðar og síðan Emil Karel. Forysta þeirra komin í 13 stig.2. leikhl. | 4 mín eftir | 39-28: Niðurstaða fundarhaldanna er sú að vítaskotin sem Þórsarar settu niður eru tekin af þeim. Benedikt Guðmundsson er að vonum afskaplega ósáttur við þessa niðurstöðu og svo virðist sem jafnvel Grindvíkingar séu hissa. Það gerist ekki oft að dómarar breyti ákvörðunum sínum eftir á.2. leikhl. | 4 mín eftir | 41-28: Þjálfarar og varamenn Grindvíkinga ærast af reiði þegar dómarar leiksins dæma villu á Ólaf Ólafsson. Bæði telja þeir að ekki hafi um villu verið að ræða og einnig telja þeir rangan leikmann Þórsara hafa tekið vítið. Dómararnir ráða nú ráðum sínum í framhaldinu og bjóða liðunum uppá ókeypis leikhlé til að fá almennilegan frið til starfanna.2. leikhl. | 5 mín eftir | 37-26: Gestirnir úr Grindavík hafa aðeins skorað þrjú stig það sem af er annars leikhluta og Sverrir Þór þjálfari þeirra tekur eðlilega leikhlé.2. leikhl. | 5 mín eftir | 34-26: Á einhvern óskiljanlegan hátt fær Ragnar Nathanaelsson dæmda á sig sóknarvillu í þann mund sem ég ætlaði að hrósa honum fyrir frábæra sóknarhreyfingu. Svona getur boltinn verið skrítinn. Ragnar fær þarna sína þriðju villu og Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara neyðist til að hvíla hann á bekknum.2. leikhl. | 6 mín eftir | 34-26: Skortafla hússins ákvað að taka sér smá frí og því þurfa leikmenn að hvíla sig aðeins á meðan dómarar ráða ráðum sínum í samstarfi við ritaraborðið. Allt fer þó vel að lokum og leikurinn hefst að nýju.2. leikhl. | 7 mín eftir | 31-26: Enn fiska Grindvíkingar ruðning á Mike Cook. Í þetta skiptið var það Jóhann Árni. Stuðningsmenn Þórsara saka Grindvíkinga um að standa ekki nægjanlega vel í lappirnar - "Brauðfætur" heyrist úr stúkunni.2. leikhl. | 8 mín eftir | 27-24: Heimamenn skora fyrstu stig annars leikhluta en Grindvíkingar halda áfram að salla niður af vítalínunni. Mikil barátta hefur verið hér á upphafsmínútunum.1. leikhl. | Lokið | 25-23: Enn jafnar Jón leikinn fyrir Grindvíkinga en Þórsarar ná þó að skora síðustu stig leikhlutans. Síðustu sjö stig Grindvíkinga hafa komið frá hinum unga Jóni Axel Guðmundssyni.1. leikhl. | 30 sek eftir | 21-21: Jón jafnar leikinn fyrir Grindvíkinga, fimm stig í röð frá honum.1. leikhl. | 1 mín eftir | 21-19: Grindvíkingar tapa boltanum þrjár sóknir í röð en heimamenn ná ekki að nýta sér það sem skyldi. Hinn ungi Grindvíkingur Jón Guðmundsson hefur fengið nóg af vitleysunni og fer strax í þriggja stiga skot í næstu sókn. Heimamenn fóru þarna illa að ráði sínu.1. leikhl. | 2.30 mín eftir | 18-15: Þorleifur fiskar ruðning á Mike Cook í næstu sókn á eftir en fer ansi harkalega í gólfið og er borinn út af vellinum af liðsfélögum sínum. Vonum að meiðslin séu ekki alvarleg.1. leikhl. | 3 mín eftir | 18-13: Stig gestanna úr Grindavík koma einna helst af vítalínunni þessa stundina. Þorleifur Ólafsson setti bæði skotin niður í þetta skiptið.1. leikhl. | 3.30 mín eftir | 18-11: Sex stig í röð hjá heimamönnum. Emil Karel kom ískaldur af bekknum og setti niður opið stökkskot. Mike Cook Jr. stal síðan boltanum í næstu vörn og skoraði úr hraðaupphlaupinu.1. leikhl. | 5 mín eftir | 12-11: Þórsarar klúðra fínu tækifæri til að breikka bilið. Í staðinn geysast Grindvíkingar fram völlinn og sækja villu undir körfunni. Ómar Sævarsson fer á línuna og setur bæði skotin niður.1. leikhl. | 6 mín eftir | 10-9: Allt í járnum hér í Iceland Glacial höllinni en frumkvæðið er hjá Þórsurum sem leita töluvert inn í teiginn.1. leikhl. | 7 mín eftir | 8-7: Grindvíkingar eru vaknaðir og Ólafur Ólafsson setur niður fyrsta þrist kvöldsins. Líklega ekki sá síðasti.1. leikhl. | 8.30 mín eftir | 4-1: Töluvert um sóknarmistök hérna á fyrstu mínútunum en heimamenn þó eilítið meira vakandi.1. leikhl. | 9.30 mín eftir | 2-0: Ragnar Nat vinnur fyrsta bardagann í stríði stóru strákanna, uppkastið var hans og síðan setti hann fínt stökkskot niður í framhaldinu. Sigurður Þorsteinsson þarf þó ekki að örvænta enda, vægast sagt, nóg eftir.Fyrir leik:Þetta er að bresta á! Eitthvað á þessa leið myndi ég skrifa ef væri ég Bubbi Morthenz. En svo er ekki. Þannig að ég segi bara: Þetta fer að byrja.Fyrir leik: Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar hafa tekið yfir hljóðkerfi hússins. Lag þeirra Hamingjan er hér er spilað af miklum móð, enda Jónas mikill vinur Þorlákshafnarbæjar. Nú er bara spurningin hvort að Þórsarar finni hamingjuna hér í kvöld?Fyrir leik: Það verður jafnframt áhugavert að fylgjast með baráttu stóru strákanna inn í teignum. Ragnar er engin smá smíð en þarf þó að kljást við sjálft Ísafjarðartröllið, Sigurð Þorsteinsson, ásamt auðvitað áðurnefndum Ómari Sævarssyni. Sigurður Þorsteinsson var síðan stoðsendingahæstur hjá gulum Grindvíkingum með fimm stykki en Baldur Ragnarsson sá um að útdeila gjöfunum fyrir græna Þórsara - alls 7 stoðsendingar.Fyrir leik: Í fyrsta leik liðanna voru það erlendu leikmennirnir sem leiddu í stigaskori. Hjá Grindavík setti Earnest Clinch Jr. 21 stig en Mike Cook Jr. 25 stig fyrir Þorlákshafnarbúa. Það verður gaman að fylgjast með Juniorunum tveimur hér í kvöld. Ragnar Nathanaelsson reif niður 13 fráköst fyrir Þórsara en Breiðhyltingurinn Ómar Sævarsson tók 9 fráköst fyrir Grindvíkinga.Fyrir leik: Eins og áður hefur komið fram er þetta annar leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir tíu stiga tap Þórsara í fyrsta leiknum má með sanni segja að þeir hafi bakið upp að veggnum hér í kvöld. Tapist þessi leikur líka verður erfitt að sjá liðið koma til baka enda ekki mörg lið sem geta unnið Grindavík þrisvar sinnum í röð og þar af tvisvar á sínum sterka heimavelli í Röstinni.Fyrir leik: Góða kvöldið kæru lesendur Vísis! Við heilsum ykkur héðan úr Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nú eru um 30 mínútur þangað til dómarar leiksins kasta boltanum á loft og stuðningsfólk beggja liða mætt í stúkuna. Það er þó nóg af lausum sætum en veðurskilyrði gætu sett strik í reikninginn þegar kemur að mætingu áhorfenda hér í kvöld enda stórhríð á heiðinni. Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn vann baráttusigur á Grindvíkingum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta, 98-89. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, og ljóst að Þórsarar ætla að láta ríkjandi meistara hafa fyrir hlutunum. Ragnar Nathanaelsson vann uppkastið í upphafi leiks fyrir heimamenn og sló tóninn í baráttu stóru mannanna í teignum. Hann setti jafnframt fyrstu stig leiksins fyrir Þórsara. Sigurður Þorsteinsson svaraði skömmu síðar, keyrði á Ragnar, setti skotið niður og fékk vítaskot að auki. Þannig þróaðist fyrsti leikhlutinn að verulegu leyti. Liðin leituðu inn í teiginn og hittu heimamenn til dæmis ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti. Frumkvæðið var hjá heimamönnum allan fjórðunginn en þeir komust þó aldrei langt undan. Forysta heimamanna tvö stig að loknum fyrsta leikhluta, 25-23. Þórsarar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta en bættu töluvert í vörnina. Svo mikið raunar að Grindvíkingar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu fimm mínútur leikhlutans. Grindvíkingar voru heillum horfnir í sóknarleik sínum og settu aðeins eitt af fimm þriggja stiga skotum sínum niður. Um miðbik leikhlutans gerðist ansi skrautlegt atvik. Dómarar leiksins dæmdu villu á Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson sem brást ókvæða við. Í öllum látunum var rangur leikmaður Þórs sendur á vítalínuna en það uppgvötvaðist þó ekki fyrr en einni sókn síðar. Dómararnir tóku sér eigið leikhlé til að ráða ráðum sínum og komust síðan að þeirri niðurstöðu að dæma vítaskotin ógild. Var þá komið að þjálfara Þórsara, Benedikt Guðmundssyni, að bregðast reiður við og lái honum hver sem vill. Í framhaldinu sofnuðu heimamenn aðeins á verðinum og Grindvíkingar skoruðu fjögur stig í röð á skömmum tíma. En þriggja stiga körfur frá Emil Karel og Tómasi Heiðari vöktu heimamenn af blundinnum og tryggðu forystu þeirra enn frekar. Staðan í hálfleik 54-40. Liðin fóru varlega af stað inn í seinni hálfleikinn eftir hamaganginn í þeim fyrri. Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson braut þó ísinn þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum með góðri þriggja stiga körfu. Jóhann Árni svaraði því um hæl fyrir gestina. Sóknarleikur Grindvíkinga var töluvert betri og varnarleikur Þórsara að sama skapi lakari. Áhlaupið sem allir biðu eftir frá Grindvíkingum kom að sjálfsögðu og skoruðu þeir 19 stig gegn 6 stigum heimamanna. Grindvíkingar lentu í miklum villuvandræðum er þeir misstu Sigurð Þorsteinsson út af vellinum með fimm villur auk þess sem Ómar Sævarsson fékk sína fjórðu villu. Undir lok leikhlutans fengu heimamenn þó dæmda á sig óíþróttamannslega villu og fyrir vikið tókst Grindvíkingum að minnka muninn niður í aðeins tvö stig. Síðustu stig leikhlutans komu þó frá Þórsurum og forysta þeirra því fjögur stig fyrir lokaleikhlutann, 69-65. Grindvíkingar byrjuðu síðasta leikhlutann af miklum krafti og jöfnuðu 70-70. Upp úr sauð á milli liðana þegar óíþróttamannsleg villa dæmd á Nemanja Sovic eftir árekstur hans við Jón Axel. Þórsarar voru afar ósáttir við þann dóm en Grindvíkingar einnig - þeir vildu reka Sovic út úr húsi. Frumkvæðið nú komið til Grindvíkinga sem Þórsarar þó aldrei langt undan. Grindvíkingar náðu fjögurra stiga forystu og héldu henni alt þar til gagnárás Þórsara hófst á lokamínútunum. Þriggja stiga karfa Nemanja Sovic og fjögur stig í röð frá Ragnari Nathanaelssyni komu Þórsurum í þriggja stiga forystu, 86-83. Þórsarar héldu forystunni út leikinn og bættu við forystuna á lokasekúndum hans af vítalínunni þegar Grindvíkingar reyndu sitt besta til að komast inn í leikinn. Öflugur baráttusigur Þórsara staðreynd og ljóst að þeir ætla sér að gera seríu úr þessari viðureign. Næsti leikur er á heimavelli Grindvíkinga og ljóst að þeir munu mæta þangað sem særð ljón eftir atgang þessa leiks. Atvik eftir leik setti svartan blett á kvöldið en þá átti Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson sitthvað ósagt við Björgvin Rúnarsson, einn dómara leiksins. Svo heitt var Þorleifi í hamsi að starfsmenn ritaraborðsins þurftu að halda aftur af honum þegar mest gekk á. Þorleifur uppskar að launum brottrekstur úr húsinu. Þorleifur fór út af vellinum í fyrsta leikhluta með alvarleg meiðsli en óttast er að hann hafi slitið krossbönd í hné. Þorleifur var því á hækjum þegar munnleg árás hans á Björgvin átti sér stað.Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Grindvíkinga: Dómgæslan var skrípaleikur Þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur þegar blaðamaður Vísis hitti á hann í leiks lok. "Við byrjuðum leikinn mjög illa en náðum að skipuleggja okkur í hálfleiknum og vorum mikið betri í seinni hálfleik. En það var bara ekki nóg í kvöld. Það er alltof dýrt að byrja að spila eins og menn þegar svona langt er liðið á leikinn." sagði Sverrir. "Siggi Þorsteins fær síðan tvær mjög ódýrara villur í upphafi seinni hálfleiks og var ekkert með það sem eftir lifði leiks. Það var líka mjög dýrt enda kláraði Raggi þetta fyrir þá. Það er mjög erfitt að verjast honum þegar okkar stærsti maður er farinn út af." bætti Sverrir við. Þorleifur Ólafsson fór meiddur af velli strax í fyrsta leikhluta og tók ekki frekari þátt í leiknum. Sverrir telur meiðslin vera afar alvarleg en óttast er að krossband í hné sé slitið sem þýðir að þátttöka hans þetta tímabilið, að minnsta kosti, er lokið. Þorleifur lét það þó ekki aftra sér frá því að segja dómurunum til meintra synda sinna í leikslok. "Já það fer þarna eitthvað á milli þeirra, Björgvins og Lalla (Þorleifs). Ég heyrði það ekki nákvæmlega en sá að hann fékk brottrekstrarvillu sem skiptir þó kannski ekki öllu máli enda líta meiðslin hans ansi alvarlega út." sagði Sverrir. Grindvíkingar voru allir sem einn afar ósáttir við frammistöðu dómara tríósins í kvöld. "Þetta var bara hálfgerður skrípaleikur hjá þeim, endalausar villur og mér fannst þetta bara detta út í vitleysu. Mér sýndist Þórsararnir ekki heldur vera sáttir við þá. En staðan er bara 1-1 í þessu einvígi þó það hafi mikið gengið á. Nú þurfum við bara að huga að næsta leik á fimmtudaginn." bætti Sverrir við að lokum.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Sterkur andlegur sigur Ólíkt kollega sínum úr Grindavík var Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, afar sáttur í leikslok, eins og gefur að skilja. "Við byrjum þetta vel og náum mest 18 stiga forystu. En við vissum alveg sem er að Grindavík er með hörkulið og þeir gerðu áhlaup á okkur og náðu forystu. En ég var gríðarlega ánægður með hvernig strákarnir brugðust við því. Við vorum sterkir andlega og sýndum smá kjark, þor og hjarta og það skilaði sigrinum að lokum. Við höfum áður brotnað við sambærilegar aðstæður en ekki núna." sagði stoltur þjálfari Þórsara. Varamenn Þórs áttu stórleik í kvöld og var Emil Karel til að mynda stigahæstur í liðinu ásamt Mike Cook. "Framlagið sem við fengum af bekknum í kvöld er það sem skiptir sköpum. Við fengum frábæra innkomu af bekknum, sem vantaði einmitt í síðasta leik, en með þessari frammistöðu þá eru okkur allir vegir færir í þessari úrslitakeppni. Næsti leikur er á fimmtudaginn og það verður bara barátta. Nú fer ég og horfi fimmtíusinnum á upptökuna af leiknum og reyni að greina allt í öreindir. En ég veit að Grindvíkingar eiga mikið inni og það verður afar erfiður leikur." bætti Benedikt við. Grindvíkingar voru ósáttir við dómgæsluna í leiknum en hvað fannst Benedikt um frammistöðu dómaranna? "Það var sumt í leiknum sem ég skildi ekki og ég mun skoða það á upptökunum hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða dómararnir. Það hefur svosem komið fyrir áður að maður hafi rangt fyrir sér en það verður bara að koma í ljós. Mér fannst þetta vera nokkuð jafnt á bæði liðin." sagði Benedikt að lokum.Emil Karel Einarsson, leikmaður Þórs: Kom cocky inn á og setti skotin niður Emil Karel Einarsson var einn af mönnum leiksins hjá Þórsurum. Þessi tvítugi piltur átti sinn besta leik á tímabilinu og það á hárréttu augnabliki. En hafði hann trú á því að vera stigahæsti leikmaður liðsins í þessum leik þegar hann vaknaði í morgun? "Maður hefur alltaf trú á sjálfum sér. Ég vildi koma inn af bekknum og vera cocky og skjóta öllum færum sem gáfust. Ég fékk nokkur opin í byrjun og þau duttu niður og þá hélt ég bara áfram. Ef maður er heitur þá heldur maður bara áfram að skjóta." sagði þessi hressi Þórsari í leikslok. En hverja telur Emil vera möguleika Þórsara í næsta leik á fimmtudaginn? "Ef við náum sömu vörn á fimmtudaginn eins og við náðum á löngum köflum hér í kvöld þá eigum við alveg möguleika í Grindavík. Það er alveg á hreinu." sagði Emil að lokum.Þór Þ.-Grindavík 98-89 (25-23, 29-17, 15-25, 29-24)Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 18/5 fráköst, Mike Cook Jr. 18, Tómas Heiðar Tómasson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 14/13 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Halldór Garðar Hermannsson 4, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 21, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 2, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0. Vísir var með beina textalýsingu frá annarri viðureign Þórs Þorlákshafnar og Grindavíkur í 8 liða úrslitum Domino's-deild karla í körfubolta. Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur unnu fyrsta leikinn á heimavelli með tíu stiga mun og þurfa Þórsarar því að vinna í kvöld til að jafna metin. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en hér fyrir neðan birtast allar helstu upplýsingar um gang mála frá blaðamanni Vísis á vellinum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.4. leikhl. | Leik lokið | 98-89: Þórsarar klára leikinn á vítalínunni og Grindvíkingar eru afskaplega ósáttir við dómarana í leikslok.4. leikhl. | 20 sek eftir | 92-87: Fjögur stig í röð frá Grindvíkingum á 20 sekúndum og skyndilega er munurinn aðeins 5 stig.4. leikhl. | 40 sek eftir | 92-83: Ragnar setti fyrra vítið niður en í frákastinu var brotið á Tómasi Þórsara sem þýðir að hann fékk tvö víti til viðbótar. Tómas setti þau bæði niður.4. leikhl. | 42 sek eftir | 89-83: Ragnar Nathanaelsson með gríðarlega mikilvægt frákast þegar 42 sekúndur eru eftir af leiknum og fær villu að auki. Tvö stig af vítalínunni frá Ragnari munu fara langt með að tryggja sigurinn fyrir heimamenn. Við sjáum hvað setur.4. leikhl. | 2 mín eftir | 89-83: Mike Cook keyrir að körfunni, setur skotið niður og fær vítaskot að auki sem hann nýtir að sjálfsögðu. Forysta Þórsara komin í sex stig.4. leikhl. | 2.30 mín eftir | 86-83: Ragnar Nathanaelsson er að stíga upp hér á lokamínútunum fyrir Þórsara. Fjögur stig í röð frá honum.4. leikhl. | 4 mín eftir | 82-81: Nemanja Sovic setur niður þriggja stiga skot sem kemur heimamönnum í forystu. Grindvíkingar taka leikhlé strax í kjölfarið. Það er orðið ansi heitt hér í Iceland Glacial höllinni og augljóst að mikið er undir í þessum leik.4. leikhl. | 4 mín eftir | 79-81: Baldur með eitt vítaskot niður af tveimur mögulegum. Nú telja vítin dýrt. Þrír leikmenn Þórs eru með fjórar villur; Mike Cook, Tómas Heiðar og Ragnar.4. leikhl. | 5 mín eftir | 78-81: Ólafur var ekki lengi í paradís! Hann fær sína fimmtu villu í næstu sókn og eru Grindvíkingar nú bæði án Ólafs og Sigurðar Þorsteins. Þessar lokamínútur verða afskaplega magnaðar.4. leikhl. | 6 mín eftir | 74-78: Ólafur Ólafsson lyftir sér upp í hæstu hæðir og ver skot Mike Cook Jr. við mikinn fögnuð gulklæddra í stúkunni.4. leikhl. | 7 mín eftir | 72-75: Enn á ný sýður uppúr á milli liðanna. Óíþróttamannsleg villa dæmd á Nemanja Sovic eftir árekstur hans við Jón Axel Guðmundsson. Grindvíkingar vilja henda Sovic úr húsinu en Þórsarar vilja fá villu á Grindvíkinga. Menn eru ekki alltaf sammála í þessu. En Grindvíkingar eru komnir yfir í að ég held fyrsta skipti í leiknum! Og Þórsarar taka leikhlé.4. leikhl. | 8.30 mín eftir | 70-70: Grindvíkingar byrja fjórða leikhlutann töluvert betur en heimamenn og hafa nú jafnað leikinn í fyrsta skipti síðan staðan var 21-21, ef minnið svíkur mig ekki.3. leikhl. | Lokið | 69-65: Gestirnir fengu lokaskot leikhlutans en mistókst að nýta sér það. Heimamenn leiða með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann sem verður ansi magnaður!3. leikhl. | 1 mín eftir | 67-65: Það er allt annað að sjá baráttu og sóknarleik gsetanna úr Grindavík núna. Ásetningsvilla dæmd á Baldur Ragnarsson hjá Þór og gestirnir fá tvö vítaskot og boltann að auki. Bæði skotin rata sína leið en þeim tekst ekki að nýta sóknina sem skildi. Forysta Þórsara komin niður í tvö stig.3. leikhl. | 3.30 mín eftir | 66-59: Enn setja gestirnir niður þriggja stiga skotin. Earnest Clinch í þetta skiptið. Tómas Heiðar setur hinsvegar tvö vítaskot niður fyrir heimamenn og kemur muninum aftur í sjö stig.3. leikhl. | 4 mín eftir | 62-56: Tvær þriggjastiga körfur í röð frá gestunum og munurinn er skyndilega aðeins 6 stig.3. leikhl. | 5 mín eftir | 62-53: Það er skammt stórra högga á milli. Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fimmtu villu. Hann er afar ósáttur við dómarana og telur sig vera hafðan fyrir ranga sök. En út af vellinum fer hann engu að síður. Hafi vandræði Grindvíkinga verið mikil hér örfáum línum neðar þá voru þau að stigmagnast rétt í þessu.3. leikhl. | 5.30 mín eftir | 62-50: Nú er það hinn stóri maður Grindvíkinga, Ómar Sævarsson, sem fær sína fjórðu villu. Vandræði Grindvíkinga aukast og aukast, þrátt fyrir að þeim hafi tekist að minnka muninn.3. leikhl. | 6 mín eftir | 59-50: Þorleifur Ólafsson kemur nú út úr búningsherbergi Grindvíkinga eftir hálfleikinn íklæddur hefðbundnum borgaralegum klæðum. Hans þátttöku er því greinilega lokið eftir meiðslin sem hann hlaut í fyrsta leikhluta. Óskum honum góðs og skjóts bata.3. leikhl. | 7 mín eftir | 59-45: Sigurður Þorsteinsson fær sína fjórðu villu og telja þjálfarar Grindvíkinga það vera fyrir litlar sakir. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Sigurður er kominn í bullandi villuvandræði.3. leikhl. | 8 mín eftir | 59-43: Eftir rólegar fyrstu mínútur leikhlutans opnar Tómas Heiðar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu en Jóhann Árni svarar að bragði hinumegin á vellinum með þrist.Hálfleikur: Fyrri hálfleikurinn hefur verið afskaplega fjörugur og við skulum líta örsnöggt yfir tölfræði leikmanna. Hjá heimamönnum í Þór er Emil Karel stigahæstur með 13 stig, Baldur Þór með 9 stig og þeir Mike Cook og Tómas Heiðar 8 stig hvor. Hjá gestunum er stigaskorið afar jafnt. Jón Axel og Earnest Clinch eru með 8 stig hvor og þeir Sigurður Gunnar og Ólafur Ólafsson 7 stig hvor.2. leikhl. | Lokið | 54-40: Gestirnir úr Grindavík skoruðu fjögur síðustu stig hálfleiksins og Þórsarar fara því inn í hálfleikinn með 14 stiga forystu.2. leikhl. | 1 mín eftir | 54-36: Nemanja Sovic fékk því fjögur vítaskot og nýtti þrjú þeirra. Þórsarar fengu síðan boltann og settu skotið niður. Fimm stiga sókn hjá heimamönnum.2. leikhl. | 1.15 mín eftir | 49-36: Emil Karel aftur með þriggja stiga körfu fyrir heimamenn. Sigurður Þorsteinsson brýtur á Nemanja Sovic í hraðaupphlaupi. Jóhann Árni Ólafsson er afskaplega óánægður með störf dómaranna og uppsker að launum tæknivillu. Það borgar sig sjaldan að deila við dómarann.2. leikhl. | 2 mín eftir | 46-34: Mike Cook fær sína fjórðu villu fyrir brot á Sigurði Þorsteins undir körfunni. Þórsarar hafa ekki efni á að missa Cook af velli í þessum leik, svo einfalt er það.2. leikhl. | 3 mín eftir | 45-32: Það tók heimamenn smá stund að ná áttum eftir þessa uppákomu og Grindvíkingar skoruðu þá fjögur stig í röð. En þeir hafa nú vaknað á ný og settu niður tvö þriggja sitga skot í röð. Fyrst var það Tómas Heiðar og síðan Emil Karel. Forysta þeirra komin í 13 stig.2. leikhl. | 4 mín eftir | 39-28: Niðurstaða fundarhaldanna er sú að vítaskotin sem Þórsarar settu niður eru tekin af þeim. Benedikt Guðmundsson er að vonum afskaplega ósáttur við þessa niðurstöðu og svo virðist sem jafnvel Grindvíkingar séu hissa. Það gerist ekki oft að dómarar breyti ákvörðunum sínum eftir á.2. leikhl. | 4 mín eftir | 41-28: Þjálfarar og varamenn Grindvíkinga ærast af reiði þegar dómarar leiksins dæma villu á Ólaf Ólafsson. Bæði telja þeir að ekki hafi um villu verið að ræða og einnig telja þeir rangan leikmann Þórsara hafa tekið vítið. Dómararnir ráða nú ráðum sínum í framhaldinu og bjóða liðunum uppá ókeypis leikhlé til að fá almennilegan frið til starfanna.2. leikhl. | 5 mín eftir | 37-26: Gestirnir úr Grindavík hafa aðeins skorað þrjú stig það sem af er annars leikhluta og Sverrir Þór þjálfari þeirra tekur eðlilega leikhlé.2. leikhl. | 5 mín eftir | 34-26: Á einhvern óskiljanlegan hátt fær Ragnar Nathanaelsson dæmda á sig sóknarvillu í þann mund sem ég ætlaði að hrósa honum fyrir frábæra sóknarhreyfingu. Svona getur boltinn verið skrítinn. Ragnar fær þarna sína þriðju villu og Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara neyðist til að hvíla hann á bekknum.2. leikhl. | 6 mín eftir | 34-26: Skortafla hússins ákvað að taka sér smá frí og því þurfa leikmenn að hvíla sig aðeins á meðan dómarar ráða ráðum sínum í samstarfi við ritaraborðið. Allt fer þó vel að lokum og leikurinn hefst að nýju.2. leikhl. | 7 mín eftir | 31-26: Enn fiska Grindvíkingar ruðning á Mike Cook. Í þetta skiptið var það Jóhann Árni. Stuðningsmenn Þórsara saka Grindvíkinga um að standa ekki nægjanlega vel í lappirnar - "Brauðfætur" heyrist úr stúkunni.2. leikhl. | 8 mín eftir | 27-24: Heimamenn skora fyrstu stig annars leikhluta en Grindvíkingar halda áfram að salla niður af vítalínunni. Mikil barátta hefur verið hér á upphafsmínútunum.1. leikhl. | Lokið | 25-23: Enn jafnar Jón leikinn fyrir Grindvíkinga en Þórsarar ná þó að skora síðustu stig leikhlutans. Síðustu sjö stig Grindvíkinga hafa komið frá hinum unga Jóni Axel Guðmundssyni.1. leikhl. | 30 sek eftir | 21-21: Jón jafnar leikinn fyrir Grindvíkinga, fimm stig í röð frá honum.1. leikhl. | 1 mín eftir | 21-19: Grindvíkingar tapa boltanum þrjár sóknir í röð en heimamenn ná ekki að nýta sér það sem skyldi. Hinn ungi Grindvíkingur Jón Guðmundsson hefur fengið nóg af vitleysunni og fer strax í þriggja stiga skot í næstu sókn. Heimamenn fóru þarna illa að ráði sínu.1. leikhl. | 2.30 mín eftir | 18-15: Þorleifur fiskar ruðning á Mike Cook í næstu sókn á eftir en fer ansi harkalega í gólfið og er borinn út af vellinum af liðsfélögum sínum. Vonum að meiðslin séu ekki alvarleg.1. leikhl. | 3 mín eftir | 18-13: Stig gestanna úr Grindavík koma einna helst af vítalínunni þessa stundina. Þorleifur Ólafsson setti bæði skotin niður í þetta skiptið.1. leikhl. | 3.30 mín eftir | 18-11: Sex stig í röð hjá heimamönnum. Emil Karel kom ískaldur af bekknum og setti niður opið stökkskot. Mike Cook Jr. stal síðan boltanum í næstu vörn og skoraði úr hraðaupphlaupinu.1. leikhl. | 5 mín eftir | 12-11: Þórsarar klúðra fínu tækifæri til að breikka bilið. Í staðinn geysast Grindvíkingar fram völlinn og sækja villu undir körfunni. Ómar Sævarsson fer á línuna og setur bæði skotin niður.1. leikhl. | 6 mín eftir | 10-9: Allt í járnum hér í Iceland Glacial höllinni en frumkvæðið er hjá Þórsurum sem leita töluvert inn í teiginn.1. leikhl. | 7 mín eftir | 8-7: Grindvíkingar eru vaknaðir og Ólafur Ólafsson setur niður fyrsta þrist kvöldsins. Líklega ekki sá síðasti.1. leikhl. | 8.30 mín eftir | 4-1: Töluvert um sóknarmistök hérna á fyrstu mínútunum en heimamenn þó eilítið meira vakandi.1. leikhl. | 9.30 mín eftir | 2-0: Ragnar Nat vinnur fyrsta bardagann í stríði stóru strákanna, uppkastið var hans og síðan setti hann fínt stökkskot niður í framhaldinu. Sigurður Þorsteinsson þarf þó ekki að örvænta enda, vægast sagt, nóg eftir.Fyrir leik:Þetta er að bresta á! Eitthvað á þessa leið myndi ég skrifa ef væri ég Bubbi Morthenz. En svo er ekki. Þannig að ég segi bara: Þetta fer að byrja.Fyrir leik: Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar hafa tekið yfir hljóðkerfi hússins. Lag þeirra Hamingjan er hér er spilað af miklum móð, enda Jónas mikill vinur Þorlákshafnarbæjar. Nú er bara spurningin hvort að Þórsarar finni hamingjuna hér í kvöld?Fyrir leik: Það verður jafnframt áhugavert að fylgjast með baráttu stóru strákanna inn í teignum. Ragnar er engin smá smíð en þarf þó að kljást við sjálft Ísafjarðartröllið, Sigurð Þorsteinsson, ásamt auðvitað áðurnefndum Ómari Sævarssyni. Sigurður Þorsteinsson var síðan stoðsendingahæstur hjá gulum Grindvíkingum með fimm stykki en Baldur Ragnarsson sá um að útdeila gjöfunum fyrir græna Þórsara - alls 7 stoðsendingar.Fyrir leik: Í fyrsta leik liðanna voru það erlendu leikmennirnir sem leiddu í stigaskori. Hjá Grindavík setti Earnest Clinch Jr. 21 stig en Mike Cook Jr. 25 stig fyrir Þorlákshafnarbúa. Það verður gaman að fylgjast með Juniorunum tveimur hér í kvöld. Ragnar Nathanaelsson reif niður 13 fráköst fyrir Þórsara en Breiðhyltingurinn Ómar Sævarsson tók 9 fráköst fyrir Grindvíkinga.Fyrir leik: Eins og áður hefur komið fram er þetta annar leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir tíu stiga tap Þórsara í fyrsta leiknum má með sanni segja að þeir hafi bakið upp að veggnum hér í kvöld. Tapist þessi leikur líka verður erfitt að sjá liðið koma til baka enda ekki mörg lið sem geta unnið Grindavík þrisvar sinnum í röð og þar af tvisvar á sínum sterka heimavelli í Röstinni.Fyrir leik: Góða kvöldið kæru lesendur Vísis! Við heilsum ykkur héðan úr Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nú eru um 30 mínútur þangað til dómarar leiksins kasta boltanum á loft og stuðningsfólk beggja liða mætt í stúkuna. Það er þó nóg af lausum sætum en veðurskilyrði gætu sett strik í reikninginn þegar kemur að mætingu áhorfenda hér í kvöld enda stórhríð á heiðinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira