"Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2014 11:51 Hér er verið að lakka neglur Gunnars fyrir bæjarstjórnarfundinn. Vísir/aðsent Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira