"Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2014 11:51 Hér er verið að lakka neglur Gunnars fyrir bæjarstjórnarfundinn. Vísir/aðsent Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira