NBA í nótt: Einu tapi frá versta árangri sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 09:09 San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira