Fanndís: Þetta var algjörlega mitt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2014 20:47 Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu með því að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. „Þetta er smá loðið og ég á eftir að sjá myndband með þessu marki. Ég eigna mér samt þetta mark, það snerti enginn boltann í mínu liði og hann var alltaf á leiðinni á markið. Þetta er algjörlega mitt mark," sagði Fanndís kát í leikslok. Hún hafði komið inná sem varamaður í leiknum og var þarna að taka sína fyrstu hornspyrnu með þetta góðum árangri. „Þetta var fyrsta hornspyrnan sem ég tók í leiknum. Við áttum að setja boltann inn á markmanninn og þetta var "inswing" horn," lýsir Fanndís. „Við vorum búnar að setja pressu á þær undir lokin og vorum óheppnar að skora ekki úr góðu færi þarna rétt á undan. Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið," sagði Fanndís. Íslenska liðið tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið góða sigra á Noregi og Kína. „Við erum búnar að halda okkar skipulagi. Þýskalandsleikurinn var náttúrulega erfiður en við höfum ekki gefið færi á okkur á móti Noregi og Kína. Það er lítið hægt að kvarta yfir þessu hjá okkur enda búnar að standa okkur mjög vel," sagði Fanndís. „Þýska liðið er í öðrum klassa en hin liðin í riðlinum. Noregur og Kína voru hinsvegar nær okkur í styrkleika. Þetta voru báðir jafnir og skemmtilegir leikir en við gáfum samt lítil færi á okkur," sagði Fanndís. Framundan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið á mótinu. „Við eigum harma að hefna því við töpuðum illa fyrir þeim hérna á þessu móti í fyrra sem og á EM. Við erum staðráðnar í að bæta fyrir þau töp," sagði Fanndís en það verður rætt meira við hetju íslenska liðsins í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu með því að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. „Þetta er smá loðið og ég á eftir að sjá myndband með þessu marki. Ég eigna mér samt þetta mark, það snerti enginn boltann í mínu liði og hann var alltaf á leiðinni á markið. Þetta er algjörlega mitt mark," sagði Fanndís kát í leikslok. Hún hafði komið inná sem varamaður í leiknum og var þarna að taka sína fyrstu hornspyrnu með þetta góðum árangri. „Þetta var fyrsta hornspyrnan sem ég tók í leiknum. Við áttum að setja boltann inn á markmanninn og þetta var "inswing" horn," lýsir Fanndís. „Við vorum búnar að setja pressu á þær undir lokin og vorum óheppnar að skora ekki úr góðu færi þarna rétt á undan. Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið," sagði Fanndís. Íslenska liðið tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið góða sigra á Noregi og Kína. „Við erum búnar að halda okkar skipulagi. Þýskalandsleikurinn var náttúrulega erfiður en við höfum ekki gefið færi á okkur á móti Noregi og Kína. Það er lítið hægt að kvarta yfir þessu hjá okkur enda búnar að standa okkur mjög vel," sagði Fanndís. „Þýska liðið er í öðrum klassa en hin liðin í riðlinum. Noregur og Kína voru hinsvegar nær okkur í styrkleika. Þetta voru báðir jafnir og skemmtilegir leikir en við gáfum samt lítil færi á okkur," sagði Fanndís. Framundan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið á mótinu. „Við eigum harma að hefna því við töpuðum illa fyrir þeim hérna á þessu móti í fyrra sem og á EM. Við erum staðráðnar í að bæta fyrir þau töp," sagði Fanndís en það verður rætt meira við hetju íslenska liðsins í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira