Fótbolti

Mörk kvöldsins í Meistaradeildinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bastian Schweinsteiger skoraði í kvöld sitt fyrsta mark síðan í október.
Bastian Schweinsteiger skoraði í kvöld sitt fyrsta mark síðan í október. Vísir/Getty
Bayern München og Atlético Madrid komust í kvöld áfram í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en Arsenal og AC Milan eru úr leik.

Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu en Lukas Podolski jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Atlético Madrid vann 4-1 sigur á heimavelli í seinni leiknum á móti AC Milan og þar með 5-1 samanlagt. Sigur spænska liðsins var því aldrei í hættu en það gæti hinsvegar verið einhver tími í að AC Milan komist aftur í Meistaradeildina. Diego Costa var áfram á skotskónum fyrir Atlético og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr báðum leikjum kvöldsins en sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda síðan áfram á morgun.

Mörkin úr leik Bayern München og Arsenal. Mörkin úr leik Atlético Madrid og AC Milan.

Tengdar fréttir

Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni

Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×