Slitastjórn Glitnis hefur fellt niður skaðabótamál á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi stjórnendum bankans, vegna Vafningsmálsins en málið var fellt niður í Héraðsdómi í dag.
Um var að ræða skaðabótahluta Vafningsmálsins svonefnda en þann 13. febrúar sýknaði Hæstiréttur Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í málinu.
Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og samþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008.
Í skaðabótamálinu fór slitastjórn Glitnis fram að þeir greiddu hátt í sextán milljarða króna á núverandi gengi.
Slitastjórnin samþykkti í dag að greiða málskostnað Lárusar og Guðmundar upp á 1,5 milljónir króna hver.