Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 13:26 Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi. vísir/páll bergmann Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kennaraverkfall Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kennaraverkfall Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira