"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Hrund Þórsdóttir skrifar 17. mars 2014 18:53 Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“ Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00