Einar Árni fer ekki frá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 09:45 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Getty Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira