Fótbolti

Bolludagurinn í háloftunum

Stelpurnar gæða sér á bollum.
Stelpurnar gæða sér á bollum. Mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Portúgal þar sem það tekur þátt Algarve-mótinu en fyrsti leikur liðsins er á miðvikudaginn.

Í dag er bolludagurinn eins og allir vita og misstu stelpurnar ekkert af honum heldur var bolludagurinn haldinn hátíðlegur í háloftunum.

Starfsfólk Icelandair bauð stelpunum okkar, sem og öðrum farþegum, upp á rjómabollur á leiðinni til Portúgal. Ekki amaleg þjónusta það.

Ísland hefur leik á Algarve-mótinu á miðvikudaginn en liðið mætir þá Evrópumeisturum Þýskalands. Noregur, silfurlið síðasta Evrópumóts, og Kína, eru svo hin liðin í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×