Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira