Eiginmaður ráðherra kallar Landsbankann skítabúllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2014 00:14 Vísir/GVA/Anton Sigurður E. Vilhelmsson er ósáttur yfir 28,8 milljarða króna hagnaði sem Landsbankinn skilaði á liðnu ári. Sigurður, sem er eiginmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, lætur reiði sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir hálft annað ár vera liðið síðan fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, neyddi sig til að borga þeim hærri fjárhæð en hann vissulega skuldaði. „Nú eru 18 mánuðir síðan ég fór fram á að þessi skítabúlla endurreiknaði ólöglega lánið mitt og endurgreiddi mér þá peninga sem Árni Páll neyddi mig til að borga þeim til viðbótar því sem ég sannanlega skuldaði þeim. Enn bólar ekkert á niðurstöðum og ég fæ ekkert annað en eilífar afsakanir. Slíkt hefur að vísu aldrei dugað mér þegar ég hef skuldað þeim pening.“ Landsbankinn tilkynnti um 28,8 milljarða króna hagnað á síðasta ári í tilkynningu til fjölmiðla í kvöld. Um 13 prósenta aukningu í hagnaði er að ræða á milli ára. Er hækkunin sögð einkum skýrast af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréf auk lækkunar á kostnaði. Sigurður ræður fólki frá viðskiptum við Landsbankann. „Það er nokkuð ljóst að þegar ég loksins fæ þá peninga sem ég á inni hjá þeim, með góðu eða illu, er aldarfjórðungs viðskiptum mínum við Landsbankann lokið. Ég mun aldrei mæla með að nokkur hefji viðskipti við bankann og jafnframt hvetja alla sem ég þekki að til að gera slíkt hið sama.“ Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Sigurður E. Vilhelmsson er ósáttur yfir 28,8 milljarða króna hagnaði sem Landsbankinn skilaði á liðnu ári. Sigurður, sem er eiginmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, lætur reiði sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir hálft annað ár vera liðið síðan fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, neyddi sig til að borga þeim hærri fjárhæð en hann vissulega skuldaði. „Nú eru 18 mánuðir síðan ég fór fram á að þessi skítabúlla endurreiknaði ólöglega lánið mitt og endurgreiddi mér þá peninga sem Árni Páll neyddi mig til að borga þeim til viðbótar því sem ég sannanlega skuldaði þeim. Enn bólar ekkert á niðurstöðum og ég fæ ekkert annað en eilífar afsakanir. Slíkt hefur að vísu aldrei dugað mér þegar ég hef skuldað þeim pening.“ Landsbankinn tilkynnti um 28,8 milljarða króna hagnað á síðasta ári í tilkynningu til fjölmiðla í kvöld. Um 13 prósenta aukningu í hagnaði er að ræða á milli ára. Er hækkunin sögð einkum skýrast af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréf auk lækkunar á kostnaði. Sigurður ræður fólki frá viðskiptum við Landsbankann. „Það er nokkuð ljóst að þegar ég loksins fæ þá peninga sem ég á inni hjá þeim, með góðu eða illu, er aldarfjórðungs viðskiptum mínum við Landsbankann lokið. Ég mun aldrei mæla með að nokkur hefji viðskipti við bankann og jafnframt hvetja alla sem ég þekki að til að gera slíkt hið sama.“
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira