Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. mars 2014 14:30 Gunnar tekur Santiago niður. Vísir/Getty Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars? Gunnar Nelson fæddist á Akureyri í júlí 1988 og er hann því 25 ára gamall. Gunnar heillaðist snemma af bardagaíþróttum frá áhorfi sínu á Bruce Lee myndir ásamt föður sínum, Haraldi Dean Nelson. Eftir að hafa æft hokkí og fótbolta fékk hann loks að æfa karate þegar hann var 13 ára gamall. Hann var ekki lengi að slá í gegn þar og varð m.a. Íslandsmeistari í Kumite bardaga þrjú ár í röð. Þegar Gunnar var 17 ára ákvað hann að segja skilið við karate og hóf að stunda brasilískt jiu-jitsu ásamt öðrum stofnfélögum bardagaklúbbsins Mjölnis. Fljótlega kom í ljós að glíman hentaði Gunnari ákaflega vel og varð hann fljótt góður þar. Eftir aðeins fjögur ár í íþróttinni hlaut hann svarta beltið, en afar sjaldgæft er að fá svart belti í BJJ svo snemma. Meðal maðurinn er um 10 ár að næla sér í svart belti og aðeins goðsagnir eins og Demian Maia, BJ Penn og fleiri sem hljóta svarta beltið svo fljótt. Til samanburðar hlaut BJ Penn svarta beltið á fjórum árum en hann hafði aðgang að heimsklassa þjálfurum á hverjum degi og hafði tök á að glíma við topp glímumenn daglega. Gunnar var hins vegar að æfa mikið með öðrum byrjendum og kenndu þeir sér mikið sjálfir af kennslumyndböndum. Hann ferðaðist þó mikið, m.a. til Hawaii, Manchester og Dublin þar sem hann fékk góða kennslu. Því er afrek Gunnars að fá svart belti á svo skömmum tíma svo sannarlega glæsilegt. Eins og Renzo Gracie (einn af þjálfurum Gunnars og goðsögn í MMA heiminum) sagði eftirminnilega, "svart belti hylur aðeins 5 cm af rassinum á þér, þú þarft að sjá um rest" og það hefur Gunnar svo sannarlega gert. Góður árangur á ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims), gull á Pan-Ams 2009 og sjö sigrar eftir uppgjafartök í MMA sýnir það. Gunnar er án nokkurs vafa einn af allra fremstu gólfglímumönnum heims í MMA. Hlutirnir sem hann gerir í gólfinu eru ekki flóknir og getur venjulegt blátt belti (fyrsta beltið sem BJJ iðkendur fá eftir hvíta beltið) sennilega gert margt af því sama og Gunnar gerir. Munurinn er sá að Gunnar gerir þetta svo miklu betur en allir aðrir og hefur frábærar tímasetningar á hvenær eigi að gera réttu hreyfingarnar á réttum tíma. Slíkt er erfitt að kenna og kemur aðeins eftir þúsundir klukkustunda á dýnunum. Styrkleikar og veikleikarGunnar er einn af bestu gólfglímumönnunum í MMA.Vísir/GettyStyrkleikarAndlega sterkur. Að margra mati er þetta hans helsti styrkleiki. Gunnar er gífurlega yfirvegaður undir pressu og lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Styrkurinn getur hjálpað honum að halda sér rólegum þrátt fyrir erfiðar stöður en ekki allir búa yfir þeim hæfileika.Frábær gólfglímumaður. Það er nokkuð ljóst að Gunnar er einn sá besti í heimi þegar kemur að gólfglímunni. Jorge Santiago (síðasti andstæðingur Gunnars) er frábær glímumaður en Gunnar komst í yfirburðarstöðu (mount) gegn honum og hélt stöðunni út lotuna. Gunnar er með sjö sigra í fyrstu lotu eftir uppgjafartök í MMA.Óvenjulegur stíll. Vegna karate bakgrunns Gunnars er hann mikið í því að skipta um fótastöður í standandi viðureign og það getur ruglað andstæðinga hans. Hann er með hendurnar lágt niðri og er mjög lunkinn í gagnárásum þegar andstæðingar hans vaða í hann.VeikleikarHendurnar lágt niðri. Það er alltaf erfitt að ræða veikleika á þjóðarhetjum okkar Íslendinga en enginn bardagamaður er án veikleika. Gunnar er yfirleitt með hendurnar lágt niðri og það getur reynst hættulegt. Gunnar er þó með góða fótavinnu og hreyfir höfuðið vel sem gerir andstæðingum hans erfitt fyrir að hitta hann.Vantar drápseðlið? 10 sigrar eftir rothögg eða uppgjafartök benda ekki til þess að það vanti neitt drápseðli í Gunnar en Dana White, forseti UFC, velti þessari spurningu fyrir sér þegar Gunnar var með Jorge Santiago vankaðan í bardaga þeirra en kláraði hann ekki.Leið til sigurs: Gunnar er betri glímumaður en Akhmedov og ef hann nær bardaganum í gólfið mun hann sennilega klára Akhmedov með uppgjafartaki. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart ef Gunnar nær að rota Akhmedov þar sem hann hefur verið að æfa boxið sitt verulega mikið síðustu mánuði.Stóra spurningin: Fyrsta lotan! Akhmedov hefur sigrað 10 af 12 bardögum sínum í fyrstu lotu og Gunnar sigrað 9 bardaga í fyrstu lotu! Mun fyrsta lotan ráða úrslitum í þessari rimmu?Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Innlendar MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson og Ólafur Ragnar í Leifsstöð Gunnar Nelson er nú á leið til London þar sem hann mun berjast við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 11:18 Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Gunnar: Nauðsynlegt að hlusta á líkamann Það er mikið fjallað um Gunnar Nelson í aðdraganda bardaga hans gegn Omari Akhmedov sem fer fram í London á laugardag. 4. mars 2014 12:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira
Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars? Gunnar Nelson fæddist á Akureyri í júlí 1988 og er hann því 25 ára gamall. Gunnar heillaðist snemma af bardagaíþróttum frá áhorfi sínu á Bruce Lee myndir ásamt föður sínum, Haraldi Dean Nelson. Eftir að hafa æft hokkí og fótbolta fékk hann loks að æfa karate þegar hann var 13 ára gamall. Hann var ekki lengi að slá í gegn þar og varð m.a. Íslandsmeistari í Kumite bardaga þrjú ár í röð. Þegar Gunnar var 17 ára ákvað hann að segja skilið við karate og hóf að stunda brasilískt jiu-jitsu ásamt öðrum stofnfélögum bardagaklúbbsins Mjölnis. Fljótlega kom í ljós að glíman hentaði Gunnari ákaflega vel og varð hann fljótt góður þar. Eftir aðeins fjögur ár í íþróttinni hlaut hann svarta beltið, en afar sjaldgæft er að fá svart belti í BJJ svo snemma. Meðal maðurinn er um 10 ár að næla sér í svart belti og aðeins goðsagnir eins og Demian Maia, BJ Penn og fleiri sem hljóta svarta beltið svo fljótt. Til samanburðar hlaut BJ Penn svarta beltið á fjórum árum en hann hafði aðgang að heimsklassa þjálfurum á hverjum degi og hafði tök á að glíma við topp glímumenn daglega. Gunnar var hins vegar að æfa mikið með öðrum byrjendum og kenndu þeir sér mikið sjálfir af kennslumyndböndum. Hann ferðaðist þó mikið, m.a. til Hawaii, Manchester og Dublin þar sem hann fékk góða kennslu. Því er afrek Gunnars að fá svart belti á svo skömmum tíma svo sannarlega glæsilegt. Eins og Renzo Gracie (einn af þjálfurum Gunnars og goðsögn í MMA heiminum) sagði eftirminnilega, "svart belti hylur aðeins 5 cm af rassinum á þér, þú þarft að sjá um rest" og það hefur Gunnar svo sannarlega gert. Góður árangur á ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims), gull á Pan-Ams 2009 og sjö sigrar eftir uppgjafartök í MMA sýnir það. Gunnar er án nokkurs vafa einn af allra fremstu gólfglímumönnum heims í MMA. Hlutirnir sem hann gerir í gólfinu eru ekki flóknir og getur venjulegt blátt belti (fyrsta beltið sem BJJ iðkendur fá eftir hvíta beltið) sennilega gert margt af því sama og Gunnar gerir. Munurinn er sá að Gunnar gerir þetta svo miklu betur en allir aðrir og hefur frábærar tímasetningar á hvenær eigi að gera réttu hreyfingarnar á réttum tíma. Slíkt er erfitt að kenna og kemur aðeins eftir þúsundir klukkustunda á dýnunum. Styrkleikar og veikleikarGunnar er einn af bestu gólfglímumönnunum í MMA.Vísir/GettyStyrkleikarAndlega sterkur. Að margra mati er þetta hans helsti styrkleiki. Gunnar er gífurlega yfirvegaður undir pressu og lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Styrkurinn getur hjálpað honum að halda sér rólegum þrátt fyrir erfiðar stöður en ekki allir búa yfir þeim hæfileika.Frábær gólfglímumaður. Það er nokkuð ljóst að Gunnar er einn sá besti í heimi þegar kemur að gólfglímunni. Jorge Santiago (síðasti andstæðingur Gunnars) er frábær glímumaður en Gunnar komst í yfirburðarstöðu (mount) gegn honum og hélt stöðunni út lotuna. Gunnar er með sjö sigra í fyrstu lotu eftir uppgjafartök í MMA.Óvenjulegur stíll. Vegna karate bakgrunns Gunnars er hann mikið í því að skipta um fótastöður í standandi viðureign og það getur ruglað andstæðinga hans. Hann er með hendurnar lágt niðri og er mjög lunkinn í gagnárásum þegar andstæðingar hans vaða í hann.VeikleikarHendurnar lágt niðri. Það er alltaf erfitt að ræða veikleika á þjóðarhetjum okkar Íslendinga en enginn bardagamaður er án veikleika. Gunnar er yfirleitt með hendurnar lágt niðri og það getur reynst hættulegt. Gunnar er þó með góða fótavinnu og hreyfir höfuðið vel sem gerir andstæðingum hans erfitt fyrir að hitta hann.Vantar drápseðlið? 10 sigrar eftir rothögg eða uppgjafartök benda ekki til þess að það vanti neitt drápseðli í Gunnar en Dana White, forseti UFC, velti þessari spurningu fyrir sér þegar Gunnar var með Jorge Santiago vankaðan í bardaga þeirra en kláraði hann ekki.Leið til sigurs: Gunnar er betri glímumaður en Akhmedov og ef hann nær bardaganum í gólfið mun hann sennilega klára Akhmedov með uppgjafartaki. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart ef Gunnar nær að rota Akhmedov þar sem hann hefur verið að æfa boxið sitt verulega mikið síðustu mánuði.Stóra spurningin: Fyrsta lotan! Akhmedov hefur sigrað 10 af 12 bardögum sínum í fyrstu lotu og Gunnar sigrað 9 bardaga í fyrstu lotu! Mun fyrsta lotan ráða úrslitum í þessari rimmu?Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Innlendar MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson og Ólafur Ragnar í Leifsstöð Gunnar Nelson er nú á leið til London þar sem hann mun berjast við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 11:18 Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Gunnar: Nauðsynlegt að hlusta á líkamann Það er mikið fjallað um Gunnar Nelson í aðdraganda bardaga hans gegn Omari Akhmedov sem fer fram í London á laugardag. 4. mars 2014 12:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Gunnar Nelson og Ólafur Ragnar í Leifsstöð Gunnar Nelson er nú á leið til London þar sem hann mun berjast við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 11:18
Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00
Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00
Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00
Gunnar: Nauðsynlegt að hlusta á líkamann Það er mikið fjallað um Gunnar Nelson í aðdraganda bardaga hans gegn Omari Akhmedov sem fer fram í London á laugardag. 4. mars 2014 12:15