Fótbolti

Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonur eru fjölmennar í byrjunarliði Freys Alexanderssonar í dag.
Stjörnukonur eru fjölmennar í byrjunarliði Freys Alexanderssonar í dag. Vísir/Daníel
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.

Ásgerður mun þarna spila sinn fyrsta landsleik en Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, kallaði hana fyrst inn í hópinn síðasta haust og núna fær hún sitt fyrsta tækifæri til að spila. Ásgerður spilar á miðjunni ásamt fastamönnunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur.

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir hefur verið lengur í hópnum og var meðal annars í EM-hópnum síðasta sumar. Soffía sem gekk til liðs við sænska liðið Jitex, hefur ekki fengið leik fyrr en nú. Soffía spilar í stöðu vinstri bakvarðar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er í markinu og Harpa Þorsteinsdóttir tekur stöðu Margrétar Láru Viðarsdóttur í fremst víglínu. Alls eru fimm leikmenn í byrjunarliðinu sem urðu Íslandsmeistarar með Stjörnunni síðasta sumar.

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi:

Markmaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Vörn: Elísa Viðarsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir - Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir.

Miðja: Ásgerður S. Baldursdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Dagný Brynjarsdóttir.

Kantmenn: Rakel Hönnudóttir - Hallbera G. Gísladóttir.

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×