Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2014 13:25 Craig Pedersen. Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira