Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:15 Segir að ekki hafi verið gefinn langur tími til að komast að niðurstöðu. visir/stefán „Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. ESB-málið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
ESB-málið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira