Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 22:47 Theodór Elmar byrjaði í hægri bakverðinum gegn Wales. Vísir/EPA „Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjá meira
„Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24