Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 72-95 | Yfirburðir Njarðvíkinga í hellinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Hellinum skrifar 6. mars 2014 13:42 Njarðvík tók tvö mikilvæg stig í Hertz-hellinum í Seljahverfinu í kvöld með öruggum sigri á ÍR. Njarðvík hristi þar með af sér slyðruorðið eftir þrjá tapleiki í röð og styrkti stöðu sína í fjórða sæti Domino's-deildar karla fyrir síðustu tvær umferðirnar. ÍR er að sama skapi enn með sextán stig í níunda sætinu, jafn mörg og Stjarnan og Snæfell sem eiga bæði leik til góða. Vonir liðsins um sæti dvínuðu því við tapið í kvöld en eru þó enn á lífi. ÍR-ingar spiluðu einfaldlega illa í kvöld og voru langt frá sínu besta, sérstaklega í sókninni. Skotnýting liðsins var hörmuleg, sérstaklega framan af leiknum. Eftir jafnar upphafsmínútur skildu leiðir í lok fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 18-9, Njarðvík í vil. ÍR-ingar náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Snemma í öðrum leikhluta tók Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, leikhlé og reyndi hreinlega að öskra sína menn í gang. Það gekk að vissu leyti - baráttan og dugnaðurinn jókst en skotin héldu áfram að geiga. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að koma til baka í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu - ávallt áttu Njarðvíkingar svar. Þegar ÍR-ingar byrjuðu loksins að hitta að utan svöruðu gestirnir með tveimur körfum í röð. Og svo framvegis. Tölfræðin talar sínu máli og hún var hörmuleg hjá þeim hvítklæddu í kvöld. Skotnýtingin var um 40 prósent innan þriggja stiga línunnar og rúmlega 20 prósent utan hennar.Sveinbjörn Claessen reyndi hvað hann gat til að halda sínum mönnum á floti en hann gat það ekki einn. Nigel Moore komst aðeins á flug í þriðja leikhluta en annars gekk lítið upp hjá honum gegn hans gamla félagi. Moore fékk sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta.Tracy Smith var flottur hjá Njarðvík eins og fleiri. Ólafur Helgi Jónsson var með frábæra skotnýtingu og Ágúst Orrason setti niður fimm af sjö þriggja stiga tilraunum. Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson áttu líka sína spretti, eins og alltaf.ÍR-Njarðvík 72-95 (9-18, 22-25, 21-29, 20-23) ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 16/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 5/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2, Kristófer Fannar Stefánsson 2..Njarðvík: Tracy Smith Jr. 21/19 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 18/6 fráköst, Ágúst Orrason 17, Elvar Már Friðriksson 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14/4 fráköst/10 stoðsendingar, Egill Jónasson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Maciej Stanislav Baginski 3.Örvar Þór: Þetta var brotlending „Þetta var bara brotlending hjá okkur í kvöld. Okkar langlélegasti leikur eftir áramót,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. ÍR-ingar komust aldrei almennilega í gang en Örvar sá í hvað stefndi þegar hann tók leikhlé í öðrum leikhluta og reyndi að öskra sína menn í gang. „Ég geri það nú alltaf,“ sagði hann. „Við náðum svo að minnka muninn í átta stig í þriðja leikhluta en þá svöruðu þeir bara. Þá sá maður að þetta var bara ekki okkar kvöld.“ ÍR á nú eftir leiki gegn Keflavík og Þór í lokaumferðunum en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við höfum verið á fínu skriði að undanförnu og því met ég okkar möguleika góða. Við förum núna næst í Keflavík sem er erfiðasti útivöllur landsins en það kemur bara ekkert annað til greina en að vinna þann leik. Það ætlum við okkur að gera.“Einar Árni: Einn besti varnarleikur okkar í vetur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarvíkur, sagði það hafa verið létti að vinna loks sigur eftir þrjá tapleiki í röð. „Við töpuðum tveimur í röð í fyrsta skipti í vetur og svo kom þriðja tapið í röð. Haukarnir voru farnir að þrengja verulega að okkur í baráttunni um fjórða sætið og því var ég verulega ánægður með hvernig menn börðust í leiknum í kvöld,“ sagði hann. „Þetta var þéttur liðssigur.“ Njarðvíkingar voru hikandi í upphafi leiks en náði snemma forystunni. Þeir stungu svo endanlega af í síðari hálfleik. „Það þurfti smá fínstillingu og við þurftum bara að gefa okkur aðeins meiri tíma. Við þurftum líka að herða á varnarleiknum og mér fannst hann með því besta sem við höfum boðið upp á í vetur. Það lagði grunninn að þessu.“ ÍR-ingar lentu í miklum vandræðum með skotin og urðu undir í baráttunni í teignum. Það var því lítið eftir fyrir heimamenn. „Þeir eru háðir því að skjóta vel fyrir utan. Við reyndum því að nýta styrkleika okkar í teignum og það gekk mjög vel. Það sást vel að það vildu allir leggja sig fram í kvöld.“ Hann hrósaði öllum leikmönnum sínum fyrir framlagið í kvöld. „Elvar og Logi bjuggu mikið til fyrir aðra og voru óeigingjarnir. Tracy er mjög öflugur í teignum og þeir Ólafur Helgi og Ágúst mættu aftur eftir smá fjarveru. Svo voru Hjörtur og Maciej að spila frábæra vörn. Það voru allir að skila sínu.“Sveinbjörn: Alveg glatað Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var fámáll eftir leikinn í kvöld. „Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði hann. „Mér fannst andlega hliðin í lagi en það bara gekk ekkert upp. Það er svo einfalt. Við náðum þessu tvisvar niður í átta stig en þá tókum við slæmar ákvarðanir og þeir gengu á lagið. Við áttum ekkert skilið úr þessum leik - þetta var alveg glatað,“ sagði Sveinbjörn. Hann hefur áhyggjur af síðustu tveimur leikjum ÍR ef liðið ætlar að spila áfram eins og það gerði í kvöld. „Nú eru tveir úrslitaleikir eftir og við ætlum okkur að vinna þá,“ sagði Sveinbjörn. „En þá verður undirbúningurinn að vera í lagi. Við náðum bara einni æfingu allir saman fyrir þennan leik og það var of lítið.“ „Það er engin uppgjöf hjá okkur. Þessi leikur var löðrungur fyrir okkur en við höldum bara áfram.“Leiklýsing: ÍR - NjarðvíkLeik lokið | 72-95: Leiktíminn rennur sitt skeið og Njarðvíkingar fagna góðum sigri og mikilvægum stigum. ÍR-ingar þurfa að gera mun betur en þetta til að komast í úrslitakeppnina í vor.37. mín | 66-88: ÍR-ingar reyna að bjarga andlitinu hér á lokasprettinum en það er löngu orðið ljóst hvernig stigin munu skiptast hér í kvöld. Moore fór út af áðan með sína fimmtu villu.33. mín | 55-83: Smith var að bjóða upp á tröllatroðslu, svona rétt til að ítreka yfirburði Njarðvíkinga. ÍR-ingar hljóta bara að bíða þess að leikurinn verði flautaður af.Þriðja leikhluta lokið | 52-72: Þetta virðist einfaldlega vera búið. Njarðvíkingar hafa bara bætt í ef eitthvað er og náð að svara öllu sem ÍR-ingar hafa boðið upp á. 20 stiga munur er ansi stór biti fyrir heimamenn á einum leikhluta.29. mín | 51-67: Þá fór ÍR loksins yfir 50 stig. Það tók ekki nema rétt tæpar 29 mínútur.28. mín | 48-65: Logi með fimm stig í röð fyrir Njarðvík. Matthías Orri nær loksins að setja niður þrist en heimamenn eru að brenna út á tíma.26. mín | 45-60: Í hvert sinn sem ÍR gerir atlögu að því að minnka forystu gestanna taka Njarðvíkingar við sér og refsa. Grimmilega. Nú var til dæmis Ólafur Helgi að setja enn einn þristinn niður. Hann er kominn með átján stig. ÍR tekur leikhlé.24. mín | 40-51: Moore setur niður afar mikilvægan þrist og stelur svo boltanum í næstu sókn. Björgvin reynir svo þriggja stiga skot en það klikkar. Logi refsar hinum megin.22. mín | 35-44: ÍR-ingar grimmir í upphafi leiks en Matthías Orri klikkaði þó galopnum þristi. Það virðist ekkert ætla að ganga þar.Hálfleikur | 31-43: Hreint skelfileg skotnýting hjá ÍR í fyrri hálfleik. 1/12 í þristum og 10/27 innan þriggja stiga línunnar. Matthías Orri með 0/5 á átján mínútum og Nigel Moore með 2/7 á 20 mínútum. Njarðvík er þó 13/20 í 2ja og 5/14 í 3ja. ÍR hefur 21-20 forskot í frákastabaráttunni. Þess má geta að þessi eini þristur hjá ÍR kom í upphafi leiksins. Eftir hann hafa tíu skot utan þriggja stiga línunnar klikkað.Fyrri hálfleik lokið | 31-43: Vá. Þvílíkur endir á fyrri hálfleik. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn hægt og rólega og minnkuðu muninn í tíu stig þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir. Þá brunaði Njarðvík fram, Logi gaf á Egil sem var mættur undir körfuna og tók svakalega alley-oop troðslu. Njarðvíkingar svifu nánast inn í búningsklefann.18. mín | 27-38: Miklu meiri barátta í ÍR. Sveinbjörn fyrirliði fer þar fremstur í flokki. Betri varnarleikur líka. Ágúst svarar þó með þristi fyrir Njarðvík.16. mín | 19-33: Þetta er í áttina hjá ÍR sem þarf þó að hafa mikið fyrir hverju stigi. Mikil vinna undir körfunni og heimamenn hafa farið á vítalínuna þrjár sóknir í röð. Þeir þurfa þó líka að stöðva sóknarleik Njarðvíkinga.14. mín | 14-29: Barátta í fyrirliðanum. Sveinbjörn tekur sjaldséð sóknarfrákast og fiskar villu. Heimamenn þurfa meira svona.Leikhlé | 12-27: Örvar er gjörsamlega brjálaður. Öskrin í honum heyrast alla leið yfir völlinn og er verið að spila tónlist í húsinu.13. mín | 12-27: Lítur ekki vel út fyrir ÍR. Varnarleikurinn ekkert spes og menn ekki að nýta skotin. Hringurinn út, nánast alltaf. Ekki hjá Ágústi sem setur niður sinn þriðja þrist. ÍR tekur leikhlé.1. leikhluta lokið | 9-18: ÍR-ingar hafa ekkert ráðið við hraðann í gestunum. Heimamenn hafa þó fengið opin skot en ekki nýtt þau. Frábær lokasprettur hjá Njarðvík en ÍR-ingar að spila langt undir getu.8. mín | 9-10: Þá fór að rigna. Loksins farið að líta út eins og leikur.7. mín | 5-5: Sveinbjörn jafnar metin en við erum enn að bíða eftir næstu körfu hjá Njarðvík sem hefur ekki skorað síðan á fyrstu mínútu eða svo.6. mín | 3-5: Þetta er ótrúlegt. Fimm mínútur liðnar og átta stig komin úr þremur körfum. Það er bara ekkert ofan í hjá mönnum í dag. Stefnir í frákastamet í dag.3. mín | 3-5: Menn duglegir að skjóta að utan. Birgir setti einn fyrir heimamenn en annars eru menn að klikka nokkuð oft hér í upphafi.1. mín | 0-5: Smith setur fyrstu körfu leiksins og Ólafur Helgi bætir svo við þristi. Góð byrjun hjá Njarðvík.Fyrir leik: Það verður spennandi að fylgjast með Nigel Moore hér í kvöld og sjá hvort hann hafi betur gegn gamla liðinu sínu. Hann hefur gjörbylt liði ÍR-inga og verið frábær síðan hann kom yfir.Fyrir leik: Njarðvík er öruggt í úrslitakeppnina en eftir þrjá tapleiki í röð gætu þeir grænu misst heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík er sem stendur í fjórða sætinu með 22 stig, jafn mörg og Haukar (5. sæti) og tveimur meira en Þór (6. sæti). Leikurinn er því ekki síður mikilvægur fyrir gestina.Fyrir leik: Þetta er næstsíðasta umferðin og mikil keppni um 7. og 8. sætið - tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni. Stjarnan, Snæfell og ÍR eru í þeirri baráttu en liðin eru öll með sextán stig. Eitt þeirra verður að sitja eftir og fara í snemmbúið sumarfrí.Fyrir leik: Velkomin í lýsinguna. Við erum mætt í Hertz-hellinn í Breiðholtinu og ætlum að fylgjast með viðureign Nigel Moore og félaga í ÍR gegn hans gamla liði, Njarðvík.Fyrir leik: Hér verður leik ÍR og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Njarðvík tók tvö mikilvæg stig í Hertz-hellinum í Seljahverfinu í kvöld með öruggum sigri á ÍR. Njarðvík hristi þar með af sér slyðruorðið eftir þrjá tapleiki í röð og styrkti stöðu sína í fjórða sæti Domino's-deildar karla fyrir síðustu tvær umferðirnar. ÍR er að sama skapi enn með sextán stig í níunda sætinu, jafn mörg og Stjarnan og Snæfell sem eiga bæði leik til góða. Vonir liðsins um sæti dvínuðu því við tapið í kvöld en eru þó enn á lífi. ÍR-ingar spiluðu einfaldlega illa í kvöld og voru langt frá sínu besta, sérstaklega í sókninni. Skotnýting liðsins var hörmuleg, sérstaklega framan af leiknum. Eftir jafnar upphafsmínútur skildu leiðir í lok fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 18-9, Njarðvík í vil. ÍR-ingar náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Snemma í öðrum leikhluta tók Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, leikhlé og reyndi hreinlega að öskra sína menn í gang. Það gekk að vissu leyti - baráttan og dugnaðurinn jókst en skotin héldu áfram að geiga. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að koma til baka í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu - ávallt áttu Njarðvíkingar svar. Þegar ÍR-ingar byrjuðu loksins að hitta að utan svöruðu gestirnir með tveimur körfum í röð. Og svo framvegis. Tölfræðin talar sínu máli og hún var hörmuleg hjá þeim hvítklæddu í kvöld. Skotnýtingin var um 40 prósent innan þriggja stiga línunnar og rúmlega 20 prósent utan hennar.Sveinbjörn Claessen reyndi hvað hann gat til að halda sínum mönnum á floti en hann gat það ekki einn. Nigel Moore komst aðeins á flug í þriðja leikhluta en annars gekk lítið upp hjá honum gegn hans gamla félagi. Moore fékk sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta.Tracy Smith var flottur hjá Njarðvík eins og fleiri. Ólafur Helgi Jónsson var með frábæra skotnýtingu og Ágúst Orrason setti niður fimm af sjö þriggja stiga tilraunum. Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson áttu líka sína spretti, eins og alltaf.ÍR-Njarðvík 72-95 (9-18, 22-25, 21-29, 20-23) ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 16/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 5/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2, Kristófer Fannar Stefánsson 2..Njarðvík: Tracy Smith Jr. 21/19 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 18/6 fráköst, Ágúst Orrason 17, Elvar Már Friðriksson 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14/4 fráköst/10 stoðsendingar, Egill Jónasson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Maciej Stanislav Baginski 3.Örvar Þór: Þetta var brotlending „Þetta var bara brotlending hjá okkur í kvöld. Okkar langlélegasti leikur eftir áramót,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. ÍR-ingar komust aldrei almennilega í gang en Örvar sá í hvað stefndi þegar hann tók leikhlé í öðrum leikhluta og reyndi að öskra sína menn í gang. „Ég geri það nú alltaf,“ sagði hann. „Við náðum svo að minnka muninn í átta stig í þriðja leikhluta en þá svöruðu þeir bara. Þá sá maður að þetta var bara ekki okkar kvöld.“ ÍR á nú eftir leiki gegn Keflavík og Þór í lokaumferðunum en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við höfum verið á fínu skriði að undanförnu og því met ég okkar möguleika góða. Við förum núna næst í Keflavík sem er erfiðasti útivöllur landsins en það kemur bara ekkert annað til greina en að vinna þann leik. Það ætlum við okkur að gera.“Einar Árni: Einn besti varnarleikur okkar í vetur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarvíkur, sagði það hafa verið létti að vinna loks sigur eftir þrjá tapleiki í röð. „Við töpuðum tveimur í röð í fyrsta skipti í vetur og svo kom þriðja tapið í röð. Haukarnir voru farnir að þrengja verulega að okkur í baráttunni um fjórða sætið og því var ég verulega ánægður með hvernig menn börðust í leiknum í kvöld,“ sagði hann. „Þetta var þéttur liðssigur.“ Njarðvíkingar voru hikandi í upphafi leiks en náði snemma forystunni. Þeir stungu svo endanlega af í síðari hálfleik. „Það þurfti smá fínstillingu og við þurftum bara að gefa okkur aðeins meiri tíma. Við þurftum líka að herða á varnarleiknum og mér fannst hann með því besta sem við höfum boðið upp á í vetur. Það lagði grunninn að þessu.“ ÍR-ingar lentu í miklum vandræðum með skotin og urðu undir í baráttunni í teignum. Það var því lítið eftir fyrir heimamenn. „Þeir eru háðir því að skjóta vel fyrir utan. Við reyndum því að nýta styrkleika okkar í teignum og það gekk mjög vel. Það sást vel að það vildu allir leggja sig fram í kvöld.“ Hann hrósaði öllum leikmönnum sínum fyrir framlagið í kvöld. „Elvar og Logi bjuggu mikið til fyrir aðra og voru óeigingjarnir. Tracy er mjög öflugur í teignum og þeir Ólafur Helgi og Ágúst mættu aftur eftir smá fjarveru. Svo voru Hjörtur og Maciej að spila frábæra vörn. Það voru allir að skila sínu.“Sveinbjörn: Alveg glatað Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var fámáll eftir leikinn í kvöld. „Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði hann. „Mér fannst andlega hliðin í lagi en það bara gekk ekkert upp. Það er svo einfalt. Við náðum þessu tvisvar niður í átta stig en þá tókum við slæmar ákvarðanir og þeir gengu á lagið. Við áttum ekkert skilið úr þessum leik - þetta var alveg glatað,“ sagði Sveinbjörn. Hann hefur áhyggjur af síðustu tveimur leikjum ÍR ef liðið ætlar að spila áfram eins og það gerði í kvöld. „Nú eru tveir úrslitaleikir eftir og við ætlum okkur að vinna þá,“ sagði Sveinbjörn. „En þá verður undirbúningurinn að vera í lagi. Við náðum bara einni æfingu allir saman fyrir þennan leik og það var of lítið.“ „Það er engin uppgjöf hjá okkur. Þessi leikur var löðrungur fyrir okkur en við höldum bara áfram.“Leiklýsing: ÍR - NjarðvíkLeik lokið | 72-95: Leiktíminn rennur sitt skeið og Njarðvíkingar fagna góðum sigri og mikilvægum stigum. ÍR-ingar þurfa að gera mun betur en þetta til að komast í úrslitakeppnina í vor.37. mín | 66-88: ÍR-ingar reyna að bjarga andlitinu hér á lokasprettinum en það er löngu orðið ljóst hvernig stigin munu skiptast hér í kvöld. Moore fór út af áðan með sína fimmtu villu.33. mín | 55-83: Smith var að bjóða upp á tröllatroðslu, svona rétt til að ítreka yfirburði Njarðvíkinga. ÍR-ingar hljóta bara að bíða þess að leikurinn verði flautaður af.Þriðja leikhluta lokið | 52-72: Þetta virðist einfaldlega vera búið. Njarðvíkingar hafa bara bætt í ef eitthvað er og náð að svara öllu sem ÍR-ingar hafa boðið upp á. 20 stiga munur er ansi stór biti fyrir heimamenn á einum leikhluta.29. mín | 51-67: Þá fór ÍR loksins yfir 50 stig. Það tók ekki nema rétt tæpar 29 mínútur.28. mín | 48-65: Logi með fimm stig í röð fyrir Njarðvík. Matthías Orri nær loksins að setja niður þrist en heimamenn eru að brenna út á tíma.26. mín | 45-60: Í hvert sinn sem ÍR gerir atlögu að því að minnka forystu gestanna taka Njarðvíkingar við sér og refsa. Grimmilega. Nú var til dæmis Ólafur Helgi að setja enn einn þristinn niður. Hann er kominn með átján stig. ÍR tekur leikhlé.24. mín | 40-51: Moore setur niður afar mikilvægan þrist og stelur svo boltanum í næstu sókn. Björgvin reynir svo þriggja stiga skot en það klikkar. Logi refsar hinum megin.22. mín | 35-44: ÍR-ingar grimmir í upphafi leiks en Matthías Orri klikkaði þó galopnum þristi. Það virðist ekkert ætla að ganga þar.Hálfleikur | 31-43: Hreint skelfileg skotnýting hjá ÍR í fyrri hálfleik. 1/12 í þristum og 10/27 innan þriggja stiga línunnar. Matthías Orri með 0/5 á átján mínútum og Nigel Moore með 2/7 á 20 mínútum. Njarðvík er þó 13/20 í 2ja og 5/14 í 3ja. ÍR hefur 21-20 forskot í frákastabaráttunni. Þess má geta að þessi eini þristur hjá ÍR kom í upphafi leiksins. Eftir hann hafa tíu skot utan þriggja stiga línunnar klikkað.Fyrri hálfleik lokið | 31-43: Vá. Þvílíkur endir á fyrri hálfleik. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn hægt og rólega og minnkuðu muninn í tíu stig þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir. Þá brunaði Njarðvík fram, Logi gaf á Egil sem var mættur undir körfuna og tók svakalega alley-oop troðslu. Njarðvíkingar svifu nánast inn í búningsklefann.18. mín | 27-38: Miklu meiri barátta í ÍR. Sveinbjörn fyrirliði fer þar fremstur í flokki. Betri varnarleikur líka. Ágúst svarar þó með þristi fyrir Njarðvík.16. mín | 19-33: Þetta er í áttina hjá ÍR sem þarf þó að hafa mikið fyrir hverju stigi. Mikil vinna undir körfunni og heimamenn hafa farið á vítalínuna þrjár sóknir í röð. Þeir þurfa þó líka að stöðva sóknarleik Njarðvíkinga.14. mín | 14-29: Barátta í fyrirliðanum. Sveinbjörn tekur sjaldséð sóknarfrákast og fiskar villu. Heimamenn þurfa meira svona.Leikhlé | 12-27: Örvar er gjörsamlega brjálaður. Öskrin í honum heyrast alla leið yfir völlinn og er verið að spila tónlist í húsinu.13. mín | 12-27: Lítur ekki vel út fyrir ÍR. Varnarleikurinn ekkert spes og menn ekki að nýta skotin. Hringurinn út, nánast alltaf. Ekki hjá Ágústi sem setur niður sinn þriðja þrist. ÍR tekur leikhlé.1. leikhluta lokið | 9-18: ÍR-ingar hafa ekkert ráðið við hraðann í gestunum. Heimamenn hafa þó fengið opin skot en ekki nýtt þau. Frábær lokasprettur hjá Njarðvík en ÍR-ingar að spila langt undir getu.8. mín | 9-10: Þá fór að rigna. Loksins farið að líta út eins og leikur.7. mín | 5-5: Sveinbjörn jafnar metin en við erum enn að bíða eftir næstu körfu hjá Njarðvík sem hefur ekki skorað síðan á fyrstu mínútu eða svo.6. mín | 3-5: Þetta er ótrúlegt. Fimm mínútur liðnar og átta stig komin úr þremur körfum. Það er bara ekkert ofan í hjá mönnum í dag. Stefnir í frákastamet í dag.3. mín | 3-5: Menn duglegir að skjóta að utan. Birgir setti einn fyrir heimamenn en annars eru menn að klikka nokkuð oft hér í upphafi.1. mín | 0-5: Smith setur fyrstu körfu leiksins og Ólafur Helgi bætir svo við þristi. Góð byrjun hjá Njarðvík.Fyrir leik: Það verður spennandi að fylgjast með Nigel Moore hér í kvöld og sjá hvort hann hafi betur gegn gamla liðinu sínu. Hann hefur gjörbylt liði ÍR-inga og verið frábær síðan hann kom yfir.Fyrir leik: Njarðvík er öruggt í úrslitakeppnina en eftir þrjá tapleiki í röð gætu þeir grænu misst heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík er sem stendur í fjórða sætinu með 22 stig, jafn mörg og Haukar (5. sæti) og tveimur meira en Þór (6. sæti). Leikurinn er því ekki síður mikilvægur fyrir gestina.Fyrir leik: Þetta er næstsíðasta umferðin og mikil keppni um 7. og 8. sætið - tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni. Stjarnan, Snæfell og ÍR eru í þeirri baráttu en liðin eru öll með sextán stig. Eitt þeirra verður að sitja eftir og fara í snemmbúið sumarfrí.Fyrir leik: Velkomin í lýsinguna. Við erum mætt í Hertz-hellinn í Breiðholtinu og ætlum að fylgjast með viðureign Nigel Moore og félaga í ÍR gegn hans gamla liði, Njarðvík.Fyrir leik: Hér verður leik ÍR og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira