Hlutast ekki til um reglur Útlendingastofnunar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá þingmanni VG. vísir/afp/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að stjórnmálamenn eigi ekki að hlutast til um reglur Útlendingastofnunar um dvalarleyfi erlendra ríkisborgara. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, um það hvort hann teldi koma til greina að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að engum verði vísað héðan til Úkraínu þó atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra kunni að vera útrunnin. „Öllum má í það minnsta vera ljóst að ástandið í landinu er mjög ótryggt,“ sagði Steinunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Á sama tíma hafa hins vegar borist fréttir af því að Útlendingastofnun hér á Íslandi sé að vísa fólki frá sem hér dvelst og er frá Úkraínu aftur til síns heima. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann telji ekki koma til greina, í það minnsta tímabundið, að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að engum verði vísað til Úkraínu að sinni.“Steinunn var vonsvikin með svör Sigmundar.Sigmundur svaraði Steinunni á þá leið að hann ætlaði ekki að skipta sér af vinnureglum Útlendingastofnunar þó vissulega væri ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu í Úkraínu. „Raunar hefur það komið á óvart hversu hratt hlutir hafa þróast þar til verri vegar, þangað til nú í gær að þeir fóru aftur að lagast, að manni skilst, með samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu,“ sagði Sigmundur. „Hvað varðar mat mitt á vinnureglum Útlendingastofnunar þá ætla ég ekki að fara að hlutast til um það. Þar gilda ákveðnar reglur sem menn halda sig við. Hvað Úkraínu varðar hins vegar, þá er ekki stríð í landinu. Það hafa jú verið hörð átök í Kænugarði milli fylkinga þar en við skulum nú vona að það endi ekki í borgarastyrjöld, og raunar tel ég allar líkur á að menn muni sleppa við slíkt.“Átökin ekki breitt úr sér Steinunn steig aftur í pontu og lýsti yfir vonbrigðum með dræmar undirtektir Sigmundar. „Það er rétt að auðvitað starfar Útlendingastofnun eftir ákveðnum reglum, en hér á landi er fólk sem hefur fengið leyfi til dvalar hér, til dæmis með atvinnuleyfum. Þessi leyfi renna út og því miður virðist hafa komið upp mál núna á allra síðustu dögum þar sem fólki hefur verið vísað til Úkraínu vegna þess að þessi leyfi hafa ekki fengist endurnýjuð. Mér finnst réttast í ljósi stöðunnar núna að þá gefum við hreinlega út yfirlýsingu um það að það verði engum vísað til baka, þó svo að atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra renni út , fyrr en við sjáum betur hvernig málin þróast.“ Í seinna svari sínu til Steinunnar sagði forsætisráðherra að sem betur fer væri ekki skollin á borgarastyrjöld í Úkraínu og vonandi þróuðust hlutirnir ekki áfram í þá átt. „Úkraína er auk þess mjög stórt og fjölbreytilegt land, þannig að þó það hafi verið mjög hörð átök milli fylkinga í miðborg Kænugarðs hafa þau átök ekki breitt verulega úr sér í þessu stóra landi og munu vonandi ekki gera. En varðandi mat á því hvernig Útlendingastofnun afgreiðir erindi, þá gilda bara um það ákveðnar reglur sem færi ekki vel á því að stjórnmálamenn væru að hlutast til um eftir því sem atburðir verða í heiminum.“Mikið mannfall síðustu daga Átökin í Úkraínu hafa færst í aukana undanfarna tvo daga. Aðfaranótt miðvikudags féllu 26 í bardögum milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Í nótt og í morgun hafa svo að minnsta kosti 37 fallið að sögn úkraínskra fjölmiðla. Átökin eru hörðust í Kænugarði en hafa einnig brotist út í fleiri borgum. Allar fréttir Vísis af átökunum má finna hér. Fyrirspurn Steinunnar til forsætisráðherra má sjá hér (27:30). Úkraína Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að stjórnmálamenn eigi ekki að hlutast til um reglur Útlendingastofnunar um dvalarleyfi erlendra ríkisborgara. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, um það hvort hann teldi koma til greina að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að engum verði vísað héðan til Úkraínu þó atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra kunni að vera útrunnin. „Öllum má í það minnsta vera ljóst að ástandið í landinu er mjög ótryggt,“ sagði Steinunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Á sama tíma hafa hins vegar borist fréttir af því að Útlendingastofnun hér á Íslandi sé að vísa fólki frá sem hér dvelst og er frá Úkraínu aftur til síns heima. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann telji ekki koma til greina, í það minnsta tímabundið, að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að engum verði vísað til Úkraínu að sinni.“Steinunn var vonsvikin með svör Sigmundar.Sigmundur svaraði Steinunni á þá leið að hann ætlaði ekki að skipta sér af vinnureglum Útlendingastofnunar þó vissulega væri ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu í Úkraínu. „Raunar hefur það komið á óvart hversu hratt hlutir hafa þróast þar til verri vegar, þangað til nú í gær að þeir fóru aftur að lagast, að manni skilst, með samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu,“ sagði Sigmundur. „Hvað varðar mat mitt á vinnureglum Útlendingastofnunar þá ætla ég ekki að fara að hlutast til um það. Þar gilda ákveðnar reglur sem menn halda sig við. Hvað Úkraínu varðar hins vegar, þá er ekki stríð í landinu. Það hafa jú verið hörð átök í Kænugarði milli fylkinga þar en við skulum nú vona að það endi ekki í borgarastyrjöld, og raunar tel ég allar líkur á að menn muni sleppa við slíkt.“Átökin ekki breitt úr sér Steinunn steig aftur í pontu og lýsti yfir vonbrigðum með dræmar undirtektir Sigmundar. „Það er rétt að auðvitað starfar Útlendingastofnun eftir ákveðnum reglum, en hér á landi er fólk sem hefur fengið leyfi til dvalar hér, til dæmis með atvinnuleyfum. Þessi leyfi renna út og því miður virðist hafa komið upp mál núna á allra síðustu dögum þar sem fólki hefur verið vísað til Úkraínu vegna þess að þessi leyfi hafa ekki fengist endurnýjuð. Mér finnst réttast í ljósi stöðunnar núna að þá gefum við hreinlega út yfirlýsingu um það að það verði engum vísað til baka, þó svo að atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra renni út , fyrr en við sjáum betur hvernig málin þróast.“ Í seinna svari sínu til Steinunnar sagði forsætisráðherra að sem betur fer væri ekki skollin á borgarastyrjöld í Úkraínu og vonandi þróuðust hlutirnir ekki áfram í þá átt. „Úkraína er auk þess mjög stórt og fjölbreytilegt land, þannig að þó það hafi verið mjög hörð átök milli fylkinga í miðborg Kænugarðs hafa þau átök ekki breitt verulega úr sér í þessu stóra landi og munu vonandi ekki gera. En varðandi mat á því hvernig Útlendingastofnun afgreiðir erindi, þá gilda bara um það ákveðnar reglur sem færi ekki vel á því að stjórnmálamenn væru að hlutast til um eftir því sem atburðir verða í heiminum.“Mikið mannfall síðustu daga Átökin í Úkraínu hafa færst í aukana undanfarna tvo daga. Aðfaranótt miðvikudags féllu 26 í bardögum milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Í nótt og í morgun hafa svo að minnsta kosti 37 fallið að sögn úkraínskra fjölmiðla. Átökin eru hörðust í Kænugarði en hafa einnig brotist út í fleiri borgum. Allar fréttir Vísis af átökunum má finna hér. Fyrirspurn Steinunnar til forsætisráðherra má sjá hér (27:30).
Úkraína Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira