Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 15:01 Húsið Ingólfur og Brynhildur Pétursdóttir, þinkona Bjartrar framtíðar Mynd/Björn Ingi Bjarnason/Pjetur Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013? Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013?
Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00
Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12