"Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni. ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni.
ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01