"Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni. ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni.
ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01