Innlent

„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Mér finnst ekkert annað um þessi ummæli en að þau eru röng,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, um ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins og formanns Heimssýnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Vigdís sagði þá í tvígang að í Evrópu geysaði hungursneyð.

„Hungursneyð er nákvæmt og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati. Því er þessi fullyrðing Vigdísar einfaldlega röng,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.

Sigríður segir að til þess að hungursneyð sé lýst yfir á ákveðnu landssvæði þurfi þrjú megin skilyrði að vera uppfyllt. „Þrjátíu prósent barna þurfa að þjást að bráðavannæringu, sem þýðir að börn séu lífshættulega vannærð. Í öðru lagi þurfa tuttugu prósent fólks að fá innan við 2100 hitaeiningar á dag og í þriðja lagi þurfa tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja þúsund íbúa að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring. Hungursneyð er grafalvarlegt ástand,“ útskýrir hún.

„Ef við heimfærum þetta yfir á Reykjavík, þá þyrftu tvö til fjögur hundruð manns að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring, til þess að hungursneyð væri lýst yfir,“ segir Sigríður ennfremur.

Hún segir mikinn mun vera á hungri og hungursneyð. „Það er fullt af fólki sem gengur hungrað til hvílu á hverju kvöldi og alltof mörg börn sem þjást af vannæringu. En það er langt frá því að vera sami hluturinn og hungursneyð. Á þessari stundu er ekkert svæði í heiminum þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, sem betur fer.“

Ummæli Vigdísar vöktu mikla athygli á samskiptavefnum Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um ummælin.


Tengdar fréttir

Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni

Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum.

Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll

Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka.

„Komdu með vantraust, ég skora á þig“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun.

Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg

Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki.

Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar

"Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta.

Þingflokksfundur um viðræðuslit

Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×