Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 93-88 | Mikilvægur sigur Stjörnumanna Óskar Ófeigur Jónsson í Ásgarði í Garðabæ skrifar 27. febrúar 2014 18:45 Vísir/Daníel Stjörnumenn enduðu fimm leikja taphrinu með fimm stiga sigri á Snæfelli, 93-88, í mjög spennandi leik liðanna í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Snæfellingar fengu ótal tækifæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum en tókst ekki og Stjörnumönnum tókst að landa gríðarlega mikilvægum og jafnframt langþráðum sigri í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Justin Shouse skoraði átta mikilvæga stig á lokakaflanum og átti mikinn þátt í því að Stjörnumenn náðu í langþráðan sigur. Snæfellsliðið fékk tvo þriggja stiga skot í næstsíðustu sókninni sinni til að jafna metin en boltinn vildi ekki niður og Justin kláraði leikinn á vítalínunni. Stjörnumenn komust upp fyrir Snæfellsliðið með þessum sigri. Liðin eru bæði með sextán stig í 7. til 8. sæti en Stjarnan er ofar vegna sigurleikja liðsins í báðum innbyrðisleikjum sínum á móti Hólmurum. Stjörnumenn tóku frumkvæðið í fyrsta leikhlutanum og náðu mest tíu stiga forskoti áður en 10-2 sprettur gestanna undir lok leikhlutans minnkaði muninn í tvö stig, 33-31. Stjörnumenn voru áfram skrefinu á undan þrátt fyrir skotsýningu Travis Cohn sem var kominn með 20 stig eftir fimmtán mínútur. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik, 53-51. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel með Matthew Hairston í fararbroddi (7 stig á fyrstu tveimur mínútum), héldu forystunni allan þriðja leikhlutann og leiddu með fimm stigum, 75-70, við lok hans. Stjörnumenn héldu Cohn í aðeins tveimur stigum í leikhlutanum. Snæfellingar fengu fullt af tækifærum til að komast yfir í lokaleikhlutanum en tókst ekki og Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu. Justin Shouse setti niður mikilvæg skot á lokakaflanum og heimamenn héldu út. Travis Cohn, bandarísku leikstjórnandi Snæfellsliðsins, hélt sínum mönnum inn í leiknum með því að skora 20 stig á fyrstu fimmtán mínútunum en virtist algjörlega sprunginn á lokakaflanum. Hólmurum vantaði tilfinnanlega meiri framlag frá honum á lokasprettinum og þá var lykilmaðurinn Jón Ólafur Jónsson nánast ekki með í kvöld. Dagur Kár Jónsson spilaði mjög vel í kvöld fyrir Stjörnuliðið og þá var Jón Sverrisson mjög seigur í seinni hálfleik þar sem að hann tók mikilvæg fráköst og skoraði góðar körfur.Justin Shouse: Liðið hefur treyst á mig að setja niður þessi stóru skot Justin Shouse skoraði 8 af 15 stigum sínum á síðustu fjórum mínútunum og var lykilmaður fyrir Stjörnuna á lokakaflanum. Hann var kátur í leikslok eftir langþráðan sigur. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur. Það hefur gengið illa hjá okkur eftir áramót og hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Þeir fengu tvö góð skot í lokin til að jafna leikinn en við teljum að við höfum gert þau eins erfitt og mögulegt var. Við unnum í vörninni okkar alla vikuna," sagði Justin eftir leikinn. „Við erum kannski orðnir gamlir og lemstraðir en við teljum að ef við komust í úrslitakeppnina og fáum hentuga mótherja þá geti allt gerst. Við eigum þrjá leiki eftir og þeir skila okkur vonandi inn í úrslitakeppnina því við viljum ekki að sumarfríið komi of snemma," sagði Justin. „Ég hitti ekki úr mörgum skotum áður en ég setti niður þessi tvö í lokin. Liðið hefur treyst á mig að setja niður þessi stóru skot í lokin og ég lít á sjálfan mig sem leikmann sem vill taka þessi skot og leikmann sem setur þau niður. Dagur tók góða ákvörðun að búa fyrra skotið fyrir mig og seinna skotið var opið. Það var frábært að setja þessi skot niður," sagði Justin. „Við ætluðum að einbeita okkur að vörninni og okkur tókst að spila betri vörn í seinni hálfleiknum. Óöryggið fer að læðast inn í hausinn á mönnum eftir mörg töp í röð og það hafði mikil áhirf í lokin á tapinu á móti ÍR," sagði Justin. „Ef við ætlum að verða aftur liðið sem við höfum verið undanfarin fimm til sex ár þá þurfum við að klára svona leiki. Við höfum ekki gert það að undanförnu en það var gott að ná að landa þessum sigri í dag. Við fáum nú meira sjálfstraust inn í þrjá síðustu leikina," sagði Justin að lokum. ---Ingi Þór: Bara blóðug barátta framundan Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sá sína menn fá ótal færi til að ná forystunni í kvöld en það tókst ekki og Snæfellsliðið tapaði mikilvægum leik í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. „Það var mjög hár þröskuldur fyrir okkur að komast yfir í þessum leik. Við fengum prýðileg skot til þess að komast yfir en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með að nýta ekki tækifærin. Við vorum samt að hitta vel stærsta hluta leiksins," sagði Ingi Þór. „Mér fannst kaninn okkar springa á limmunu í þessum leik. Hann byrjaði leikinn mjög sterkt en hann var orðinn alveg lappalaus í lokin og það sást hjá honum á vítalínunni í lokin," sagði Ingi Þór en Travis Cohn skoraði 20 af 24 stigum sínum á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. „Þetta var stórleikur en nú er þetta allt komið í hnapp og ekkert öruggt að við komust í úrslitakeppnina. Það eru samt þrír leikir eftir og nú er bara blóðug barátta framundan," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tók tveimur fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot í leiknum. „Ég saknaði jafnvægisins í leik okkar því við vorum að skjóta alltof mikið fyrir utan. Við keyrðum ekki nógu mikið á körfuna því þegar við gerðum það þá fengum við vítaskot. Við getum ekki að vera stóla alltaf á stór skot," sagði Ingi Þór. „Við hefðum verið í ágætis málum með sigri. Ég er svo sem ekkert viss um að ÍR vinni á Ísafirði en takist það þá þeim þá er allt jafn hjá Stjörnunni, ÍR og okkur. Þetta var samt bara stöngin inn, stöngin út í kvöld," sagði Ingi Þór. „Justin kom náttúrulega með rosalegar körfur í lokin og mér fannst það vera munurinn á liðunum í lokin. Við grófum okkur líka djúpa holu með því að spila enga vörn í fyrsta leikhlutanum. Við náðum að svara þeim og hanga í þeim en við verðum að spila betri vörn til þess að vinna í Garðabæ," sagði Ingi.Teitur: Búið að reyna á andlegu hliðina hjá bæði þjálfara og leikmönnum Teitur Örlygsson talaði um það eftir fimmta tapið í röð á dögunum að hann hafi aldrei tapað svona mörgum leikjum í röð. Þjálfara Stjörnunnar var því létt eftir sigurinn á Snæfelli í kvöld. „Þetta var kærkomið fyrir okkur. Við vorum líka búnir að tala um það að þegar það er svona langt á milli leikja þá vinnur maður ekki körfuboltaleik í sex til sjö vikur. Þetta var hrikalega erfitt og er búið að reyna á andlegu hliðina hjá bæði þjálfara og leikmönnum," sagði Teitur eftir sigurinn í kvöld. „Það er samt hálfgert spennufall hjá okkur og menn kunna liggur við ekki að fagna inn í klefa. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og svo sjáum við bara hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Teitur. „Við erum búnir að spila ágætlega í mörgum af þessum tapleikjum og vitum að við getum betur. Við getum líka betur en við gerðum í dag. Við vorum steinsofandi í vörninni í fyrri hálfleiknum. Snæfell er alltaf mjög gott sóknarlið og þegar þeim tekst að láta þetta fljóta svona vel þá réðum við ekkert við þá þótt að við værum yfir í leiknum. Svo var þetta líkara okkar leik í seinni hálfleik en þá hittum við mjög illa. Þetta hafðist og það er aðalatriðið," sagði Teitur. „Justin setti niður tvo gríðarlega stóra þrista fyrir okkur og svo var hann einnig að flétta sendingar inn í teiginn og var líka að gera góða hluti í vörninni sem skipti sköpum. Annars voru fullt af strákum í liðinu sem voru með ágætis framlag hjá okkur í þessum leik," sagði Teitur. „Menn voru svolítið hræddir við að tapa í seinni hálfleiknum sem er kannski skiljanlegt," sagði Teitur sem leggur áherslu á að hans menn þurfti að hugsa um sitt lið fyrst og fremst á lokasprettinum. „Við eigum Val næst sem verður hörkuleikur. Svo eigum við KFÍ úti og svo Njarðvík heima í síðasta leik. Mig langar helst að reyna að vinna alla þessa leiki og finnst liðið alveg hafa getu til þess. Það er vika í næsta leik og því of snemmt að fara segja eitthvað gáfulegt um Valsleikinn," sagði Teitur léttur. En sú vika verður væntanlega skemmtilegri en þær síðustu? „Það er æðislegt að fara inn í helgina svona og þetta er allt annað líf. Í staðinn fyrir að leggjast upp í rúm og vera stjarfur þá er loksins gaman að komast heim," sagði Teitur.Stjarnan - Snæfell > Textalýsingin frá leiknum:Leik lokið, 93-88: Stjörnumenn stoppa í lokasókn Hólmara og fagna mikilvægum sigri. Justin Shouse skoraði átta mikilvæg stig á lokakafla leiksins.40. mín, 93-88: Justin Shouse setur niður tvö víti og nú verður þetta erfitt fyrir Hólmara enda fimm stigum undir þegar átta sekúndur eru eftir.40. mín, 91-88: Snæfellingar fá tvö þriggja stiga skot til að jafna metin en Stjörnumenn ná loksins boltanum. Snæfell þarf að brjóta einu sinni enn til að setja þá á vítalínuna. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 9 sekúndur eru eftir af leiknum.39. mín, 91-88: Sigurður Þorvaldsson setur niður tvö víti og munurinn er nú þrjú stig. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 1:15 er eftir af leiknum. Sigurður er kominn með 21 stig í leiknum.39. mín, 91-86: Sigurður Þorvaldsson minnkar muninn í fimm stig. 1:44 eftir.38. mín, 91-84: Travis Cohn fær tvö víti en hittir úr hvorugu þeirra. Justin Shouse smellir niður svakalegum þristi hinum megin og Stjarnan er sjö stigum yfir, 91-84. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 2:01 er eftir. Stjörnumenn eru nálægt sigrinum.38. mín, 88-82: Justin Shouse smellir niður þrist og Stjörnumenn vinna síðan boltann. Jón Sverrisson bætir við körfu en hann hefur verið flottur í seinni hálfleiknum.36. mín, 81-80: Munurinn enn og aftur kominn niður í eitt stig. Það verður mikil spenna á lokakaflanum.35. mín, 79-75: Snæfellingar klúðra hverju færinu á fætur öðru þegar þeir gátu komist yfir og Stjörnumenn refsa með hraðaupphlaupskörfu og víti að auki frá Matthew Hairston. Stjarnan var ekki búið að skora í fimm mínútur en hélt samt forystunni.34. mín, 76-75: Travis Cohn er ekki sannfærandi þegar hann keyrir á stóru mennina undir körfu Stjörnunnar og gerir hver mistökin á fætur öðrum.33. mín, 76-75: Snæfell minnkar muninn í eitt stig einu sinni enn í leiknum og Hólmarar fá síðan tvær sóknir til að komst yfir. Það tekst ekki og Stjarnan nær aftur boltanum. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 7:39 mínútur eru eftir af leiknum.31. mín, 76-72: Matthew Hairston skorar fyrsta stig fjórða leikhlutan af vítalínunni en Sigurður Þorvaldsson svarar með tveimur vítum hinum megin.Þriðji leikhluti búinn, 75-70: Stjörnumenn eru með forystu eftir þriðja leikhluta eins og í síðustu leikjum en tekst þeim að halda þetta út núna? Snæfell hefur nokkrum sinnum minnkað muninn í eitt stig en Stjörnumenn leyfa þeim ekki að ná forystunni og gefa alltaf aftur í þegar Hólmarar nálgast þá.28. mín, 75-68: Sigurður Dagur Sturluson kemur Stjörnunni átta stigum yfir með þriggja stiga körfu en Pálmi Freyr Sigurgeirsson svarar með þristi. Jón Sverrisson er að koma sterkur inn í þriðja en hann skorar tvö stig og Stjarnan er sjö stigum yfir.26. mín, 66-61: Sveinn Arnar Davíðsson fær á sig óíþróttamannslega villu fyrir brot á Degi Kár Jónssyni. Dagur setur niður bæði vítin og Jón Sverrisson skorar góða körfu í sókninni á eftir. Stjörnumenn ætla ekki að hleypa Snæfellingum í forystu.25. mín, 62-61: Sigurður Þorvaldsson og Sveinn Arnar Davíðsson skella báðir niður þristi á stuttum tíma og minnka muninn niður í eitt stig.24. mín, 62-55: Marvin Valdimarsson fær þriðju villuna á Finn Atla Magnússon og setur síðan niður bæði vítin. Stjarnan er áfram í forystuhlutverkinu.22. mín, 60-53: Matthew Hairston er að byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti og er hann kominn með 22 stig eftir sjö stig á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiksins.Seinni hálfleikurinn hafinn, 58-53: Travis Cohn byrjar seinni hálfleikinn á því að jafna metin en Matthew Hairtson kemur Stjörnunni strax aftur yfir.Hálfleikur, 53-51: Finnur Atli Magnússon endar hálfleikinn á því að komast á vítalínuna eftir hraðaupphlaup, setja niður bæði vítin og minnka muninn í tvö stig fyrir hálfleik. Stjörnunmenn hafa haft frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir nokkra góða spretti Hólmara hefur þeim ekki tekist að komast yfir frá því í upphafi leiksins. Travis Cohn er með 20 stig fyrir Snæfell en Matthew Hairston hefur skorað 15 stig fyrir Stjörnumenn og Dagur Kár Jónsson er með 14 stig.18. mín, 49-46: Matthew Hairston treður með tilþrifum eftir sóknarfrákast. Snæfellingar svara með áttunda þristi sínum í leiknum en að þessu sinni var það Kristján Pétur Andrésson sem hitti úr þriggja stiga skoti.17. mín, 47-43: Davíð Kr. Hreiðarsson dæmir óíþróttamannslega villu á Finn Atla Magnússon fyrir litlar sakir. Snæfellingar eru skiljanlega pirraðir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.16. mín, 46-40: Dagur Kár Jónsson setur niður hraðaupphlaupskörfu og fiskar um leið þriðju villuna á Jón Ólaf Jónsson, Dagur setur niður vítið, er kominn með 12 stig og Stjarnan nær aftur sex stiga forystu.15. mín, 41-40: Travis Cohn er illviðráðanlegur fyrir Stjörnumenn en hann er kominn með 20 stig eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Snæfellingar ná hinsvegar ekki enn að komast yfir í leiknum.14. mín, 41-38: Stjörnumenn eru áfram skrefinu á undan en það stefnir í mjög spennandi leik í kvöld.12. mín, 39-33: Stjörnumenn byrja annan leikhluta vel án Hairston og eru aftur komnir sex stigum yfir.Fyrsti leikhluti búinn, 33-31: Travis Cohn (16 stig) er að halda Snæfelli inn í leiknum en leikhlutinn endaði heldur ekki vel fyrir Stjörnumenn þegar Hairston fékk sína aðra villu. Snæfell vann síðustu tvær og hálfa mínútu leikhlutans 10-2.8. mín, 31-21: Matthew Hairston er á fullu í stigaskoruninni (12 stig) og munnurinn á Matthew Hairston er á fullu. Justin Shouse skorar fjögur stig í röð og munurinn er orðinn tíu stig. Ingi Þór tekur leikhlé.7. mín, 25-21: Fimm af fyrstu sjö körfum leiksins hjá Snæfelli hafa verið þriggja stiga körfur. Travis Cohn er kominn með 11 stig þar af er hann búinn að skora þrjá þrista.5. mín, 22-13: Stjörnumaðurinn Matthew Hairston skorar körfu eftir sóknarfrákast og fær víti að auki sem hann setur niður. Hairston skorar aftur í næstu sókn og Stjarnan er komið með níu stiga forskot.5. mín, 17-10: Stjörnumenn eru komnir með sjö stiga forystu. Dagur Kár Jónsson og Marvin Valdimarsson eru báðir komnir með fimm stig.3. mín, 10-5: Stjörnumenn svara með sjö stigum á stuttum tíma og fjórir af fimm leikmönnum liðsins eru komnir á blað.2. mín, 3-5: Travis Cohn skorar fimm stig í röð og Snæfell nær forystunni í leiknum.Leikurinn hafinn, 3-0: Snæfell byrjar með boltann en Justin Shouse skorar fyrstu stigin þegar hann smellir niður þristi.Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson og Leifur Garðarsson dæma leikinn ásamt Davíð Kr. Hreiðarssyni. Sigmundur og Leifur eru þeir dómarar sem oftast hafa verið kosnir besti körfuboltadómari ársins á Íslandi.Fyrir leik: Það fer vel á með þjálfurunum Teiti Örlygssyni og Inga Þór Steinþórssyni fyrir leik en þarna fara tveir af reynslumestum þjálfurum deildarinnar. Þeir gera sér vel grein fyrir mikilvægi þess að ná sigri í þessum leik í kvöld.Fyrir leik: Hvorugt liðið er með fullt lið í þessum leik sem vekur athygli enda ætti þá að vera pláss fyrir ungan og efnilegan á bekknum. Það er enginn í númer fjórtán hjá Stjörnunni og enginn í númer fimmtán í liði Snæfells.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa tapað fimm deildarleikjum í röð og jafnframt sjö af síðustu átta leikjum sínum. Síðasti sigur Stjörnumanna og sá eini frá byrjun desember kom á móti Þór úr Þorlákshöfn 16. janúar síðastliðinn.Fyrir leik: Stjarnan vann 22 stiga sigur í fyrri leiknum í Hólminum, 107-85, þar sem Matthew Hairston (31) og Marvin Valdimarsson (29) skoruðu 60 stig saman. Þetta er hinsvegar fyrsti leikur liðanna síðan að Snæfell fékk Travis Cohn til að leysa af Vance Cooksey í leikstjórnendastöðunni.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið fjóra leiki í röð á Íslandsmóti á móti Snæfelli því Garðbæingar unnu einnig þrjá síðustu leikina í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppninni í fyrravor.Fyrir leik: Snæfell vann Stjörnuna í þessu húsi í Lengjubikarnum fyrir Íslandsmótið. Stjarnan var ekki komið með bandarískan leikmann fyrir þann leik sem var í átta liða úrslitum keppninnar.Fyrir leik: Stjarnan tekur sjöunda sætið af Snæfelli með sigri og væru Stjörnumenn þá ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum liðanna. Snæfell þarf að vinna leikinn með 23 stiga mun til að vera með betri stöðu í innbyrðisleikjum á móti Stjörnunni.Fyrir leik: Snæfellingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Val og ÍR. Sigurinn á Val var fyrsti útisigur Hólmara í sex leikjum eða síðan þeir unnu ÍR í Seljaskólanum 14. nóvember. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stjörnumenn enduðu fimm leikja taphrinu með fimm stiga sigri á Snæfelli, 93-88, í mjög spennandi leik liðanna í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Snæfellingar fengu ótal tækifæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum en tókst ekki og Stjörnumönnum tókst að landa gríðarlega mikilvægum og jafnframt langþráðum sigri í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Justin Shouse skoraði átta mikilvæga stig á lokakaflanum og átti mikinn þátt í því að Stjörnumenn náðu í langþráðan sigur. Snæfellsliðið fékk tvo þriggja stiga skot í næstsíðustu sókninni sinni til að jafna metin en boltinn vildi ekki niður og Justin kláraði leikinn á vítalínunni. Stjörnumenn komust upp fyrir Snæfellsliðið með þessum sigri. Liðin eru bæði með sextán stig í 7. til 8. sæti en Stjarnan er ofar vegna sigurleikja liðsins í báðum innbyrðisleikjum sínum á móti Hólmurum. Stjörnumenn tóku frumkvæðið í fyrsta leikhlutanum og náðu mest tíu stiga forskoti áður en 10-2 sprettur gestanna undir lok leikhlutans minnkaði muninn í tvö stig, 33-31. Stjörnumenn voru áfram skrefinu á undan þrátt fyrir skotsýningu Travis Cohn sem var kominn með 20 stig eftir fimmtán mínútur. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik, 53-51. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel með Matthew Hairston í fararbroddi (7 stig á fyrstu tveimur mínútum), héldu forystunni allan þriðja leikhlutann og leiddu með fimm stigum, 75-70, við lok hans. Stjörnumenn héldu Cohn í aðeins tveimur stigum í leikhlutanum. Snæfellingar fengu fullt af tækifærum til að komast yfir í lokaleikhlutanum en tókst ekki og Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu. Justin Shouse setti niður mikilvæg skot á lokakaflanum og heimamenn héldu út. Travis Cohn, bandarísku leikstjórnandi Snæfellsliðsins, hélt sínum mönnum inn í leiknum með því að skora 20 stig á fyrstu fimmtán mínútunum en virtist algjörlega sprunginn á lokakaflanum. Hólmurum vantaði tilfinnanlega meiri framlag frá honum á lokasprettinum og þá var lykilmaðurinn Jón Ólafur Jónsson nánast ekki með í kvöld. Dagur Kár Jónsson spilaði mjög vel í kvöld fyrir Stjörnuliðið og þá var Jón Sverrisson mjög seigur í seinni hálfleik þar sem að hann tók mikilvæg fráköst og skoraði góðar körfur.Justin Shouse: Liðið hefur treyst á mig að setja niður þessi stóru skot Justin Shouse skoraði 8 af 15 stigum sínum á síðustu fjórum mínútunum og var lykilmaður fyrir Stjörnuna á lokakaflanum. Hann var kátur í leikslok eftir langþráðan sigur. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur. Það hefur gengið illa hjá okkur eftir áramót og hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Þeir fengu tvö góð skot í lokin til að jafna leikinn en við teljum að við höfum gert þau eins erfitt og mögulegt var. Við unnum í vörninni okkar alla vikuna," sagði Justin eftir leikinn. „Við erum kannski orðnir gamlir og lemstraðir en við teljum að ef við komust í úrslitakeppnina og fáum hentuga mótherja þá geti allt gerst. Við eigum þrjá leiki eftir og þeir skila okkur vonandi inn í úrslitakeppnina því við viljum ekki að sumarfríið komi of snemma," sagði Justin. „Ég hitti ekki úr mörgum skotum áður en ég setti niður þessi tvö í lokin. Liðið hefur treyst á mig að setja niður þessi stóru skot í lokin og ég lít á sjálfan mig sem leikmann sem vill taka þessi skot og leikmann sem setur þau niður. Dagur tók góða ákvörðun að búa fyrra skotið fyrir mig og seinna skotið var opið. Það var frábært að setja þessi skot niður," sagði Justin. „Við ætluðum að einbeita okkur að vörninni og okkur tókst að spila betri vörn í seinni hálfleiknum. Óöryggið fer að læðast inn í hausinn á mönnum eftir mörg töp í röð og það hafði mikil áhirf í lokin á tapinu á móti ÍR," sagði Justin. „Ef við ætlum að verða aftur liðið sem við höfum verið undanfarin fimm til sex ár þá þurfum við að klára svona leiki. Við höfum ekki gert það að undanförnu en það var gott að ná að landa þessum sigri í dag. Við fáum nú meira sjálfstraust inn í þrjá síðustu leikina," sagði Justin að lokum. ---Ingi Þór: Bara blóðug barátta framundan Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sá sína menn fá ótal færi til að ná forystunni í kvöld en það tókst ekki og Snæfellsliðið tapaði mikilvægum leik í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. „Það var mjög hár þröskuldur fyrir okkur að komast yfir í þessum leik. Við fengum prýðileg skot til þess að komast yfir en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með að nýta ekki tækifærin. Við vorum samt að hitta vel stærsta hluta leiksins," sagði Ingi Þór. „Mér fannst kaninn okkar springa á limmunu í þessum leik. Hann byrjaði leikinn mjög sterkt en hann var orðinn alveg lappalaus í lokin og það sást hjá honum á vítalínunni í lokin," sagði Ingi Þór en Travis Cohn skoraði 20 af 24 stigum sínum á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. „Þetta var stórleikur en nú er þetta allt komið í hnapp og ekkert öruggt að við komust í úrslitakeppnina. Það eru samt þrír leikir eftir og nú er bara blóðug barátta framundan," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tók tveimur fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot í leiknum. „Ég saknaði jafnvægisins í leik okkar því við vorum að skjóta alltof mikið fyrir utan. Við keyrðum ekki nógu mikið á körfuna því þegar við gerðum það þá fengum við vítaskot. Við getum ekki að vera stóla alltaf á stór skot," sagði Ingi Þór. „Við hefðum verið í ágætis málum með sigri. Ég er svo sem ekkert viss um að ÍR vinni á Ísafirði en takist það þá þeim þá er allt jafn hjá Stjörnunni, ÍR og okkur. Þetta var samt bara stöngin inn, stöngin út í kvöld," sagði Ingi Þór. „Justin kom náttúrulega með rosalegar körfur í lokin og mér fannst það vera munurinn á liðunum í lokin. Við grófum okkur líka djúpa holu með því að spila enga vörn í fyrsta leikhlutanum. Við náðum að svara þeim og hanga í þeim en við verðum að spila betri vörn til þess að vinna í Garðabæ," sagði Ingi.Teitur: Búið að reyna á andlegu hliðina hjá bæði þjálfara og leikmönnum Teitur Örlygsson talaði um það eftir fimmta tapið í röð á dögunum að hann hafi aldrei tapað svona mörgum leikjum í röð. Þjálfara Stjörnunnar var því létt eftir sigurinn á Snæfelli í kvöld. „Þetta var kærkomið fyrir okkur. Við vorum líka búnir að tala um það að þegar það er svona langt á milli leikja þá vinnur maður ekki körfuboltaleik í sex til sjö vikur. Þetta var hrikalega erfitt og er búið að reyna á andlegu hliðina hjá bæði þjálfara og leikmönnum," sagði Teitur eftir sigurinn í kvöld. „Það er samt hálfgert spennufall hjá okkur og menn kunna liggur við ekki að fagna inn í klefa. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og svo sjáum við bara hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Teitur. „Við erum búnir að spila ágætlega í mörgum af þessum tapleikjum og vitum að við getum betur. Við getum líka betur en við gerðum í dag. Við vorum steinsofandi í vörninni í fyrri hálfleiknum. Snæfell er alltaf mjög gott sóknarlið og þegar þeim tekst að láta þetta fljóta svona vel þá réðum við ekkert við þá þótt að við værum yfir í leiknum. Svo var þetta líkara okkar leik í seinni hálfleik en þá hittum við mjög illa. Þetta hafðist og það er aðalatriðið," sagði Teitur. „Justin setti niður tvo gríðarlega stóra þrista fyrir okkur og svo var hann einnig að flétta sendingar inn í teiginn og var líka að gera góða hluti í vörninni sem skipti sköpum. Annars voru fullt af strákum í liðinu sem voru með ágætis framlag hjá okkur í þessum leik," sagði Teitur. „Menn voru svolítið hræddir við að tapa í seinni hálfleiknum sem er kannski skiljanlegt," sagði Teitur sem leggur áherslu á að hans menn þurfti að hugsa um sitt lið fyrst og fremst á lokasprettinum. „Við eigum Val næst sem verður hörkuleikur. Svo eigum við KFÍ úti og svo Njarðvík heima í síðasta leik. Mig langar helst að reyna að vinna alla þessa leiki og finnst liðið alveg hafa getu til þess. Það er vika í næsta leik og því of snemmt að fara segja eitthvað gáfulegt um Valsleikinn," sagði Teitur léttur. En sú vika verður væntanlega skemmtilegri en þær síðustu? „Það er æðislegt að fara inn í helgina svona og þetta er allt annað líf. Í staðinn fyrir að leggjast upp í rúm og vera stjarfur þá er loksins gaman að komast heim," sagði Teitur.Stjarnan - Snæfell > Textalýsingin frá leiknum:Leik lokið, 93-88: Stjörnumenn stoppa í lokasókn Hólmara og fagna mikilvægum sigri. Justin Shouse skoraði átta mikilvæg stig á lokakafla leiksins.40. mín, 93-88: Justin Shouse setur niður tvö víti og nú verður þetta erfitt fyrir Hólmara enda fimm stigum undir þegar átta sekúndur eru eftir.40. mín, 91-88: Snæfellingar fá tvö þriggja stiga skot til að jafna metin en Stjörnumenn ná loksins boltanum. Snæfell þarf að brjóta einu sinni enn til að setja þá á vítalínuna. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 9 sekúndur eru eftir af leiknum.39. mín, 91-88: Sigurður Þorvaldsson setur niður tvö víti og munurinn er nú þrjú stig. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 1:15 er eftir af leiknum. Sigurður er kominn með 21 stig í leiknum.39. mín, 91-86: Sigurður Þorvaldsson minnkar muninn í fimm stig. 1:44 eftir.38. mín, 91-84: Travis Cohn fær tvö víti en hittir úr hvorugu þeirra. Justin Shouse smellir niður svakalegum þristi hinum megin og Stjarnan er sjö stigum yfir, 91-84. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 2:01 er eftir. Stjörnumenn eru nálægt sigrinum.38. mín, 88-82: Justin Shouse smellir niður þrist og Stjörnumenn vinna síðan boltann. Jón Sverrisson bætir við körfu en hann hefur verið flottur í seinni hálfleiknum.36. mín, 81-80: Munurinn enn og aftur kominn niður í eitt stig. Það verður mikil spenna á lokakaflanum.35. mín, 79-75: Snæfellingar klúðra hverju færinu á fætur öðru þegar þeir gátu komist yfir og Stjörnumenn refsa með hraðaupphlaupskörfu og víti að auki frá Matthew Hairston. Stjarnan var ekki búið að skora í fimm mínútur en hélt samt forystunni.34. mín, 76-75: Travis Cohn er ekki sannfærandi þegar hann keyrir á stóru mennina undir körfu Stjörnunnar og gerir hver mistökin á fætur öðrum.33. mín, 76-75: Snæfell minnkar muninn í eitt stig einu sinni enn í leiknum og Hólmarar fá síðan tvær sóknir til að komst yfir. Það tekst ekki og Stjarnan nær aftur boltanum. Teitur Örlygsson tekur leikhlé þegar 7:39 mínútur eru eftir af leiknum.31. mín, 76-72: Matthew Hairston skorar fyrsta stig fjórða leikhlutan af vítalínunni en Sigurður Þorvaldsson svarar með tveimur vítum hinum megin.Þriðji leikhluti búinn, 75-70: Stjörnumenn eru með forystu eftir þriðja leikhluta eins og í síðustu leikjum en tekst þeim að halda þetta út núna? Snæfell hefur nokkrum sinnum minnkað muninn í eitt stig en Stjörnumenn leyfa þeim ekki að ná forystunni og gefa alltaf aftur í þegar Hólmarar nálgast þá.28. mín, 75-68: Sigurður Dagur Sturluson kemur Stjörnunni átta stigum yfir með þriggja stiga körfu en Pálmi Freyr Sigurgeirsson svarar með þristi. Jón Sverrisson er að koma sterkur inn í þriðja en hann skorar tvö stig og Stjarnan er sjö stigum yfir.26. mín, 66-61: Sveinn Arnar Davíðsson fær á sig óíþróttamannslega villu fyrir brot á Degi Kár Jónssyni. Dagur setur niður bæði vítin og Jón Sverrisson skorar góða körfu í sókninni á eftir. Stjörnumenn ætla ekki að hleypa Snæfellingum í forystu.25. mín, 62-61: Sigurður Þorvaldsson og Sveinn Arnar Davíðsson skella báðir niður þristi á stuttum tíma og minnka muninn niður í eitt stig.24. mín, 62-55: Marvin Valdimarsson fær þriðju villuna á Finn Atla Magnússon og setur síðan niður bæði vítin. Stjarnan er áfram í forystuhlutverkinu.22. mín, 60-53: Matthew Hairston er að byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti og er hann kominn með 22 stig eftir sjö stig á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiksins.Seinni hálfleikurinn hafinn, 58-53: Travis Cohn byrjar seinni hálfleikinn á því að jafna metin en Matthew Hairtson kemur Stjörnunni strax aftur yfir.Hálfleikur, 53-51: Finnur Atli Magnússon endar hálfleikinn á því að komast á vítalínuna eftir hraðaupphlaup, setja niður bæði vítin og minnka muninn í tvö stig fyrir hálfleik. Stjörnunmenn hafa haft frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir nokkra góða spretti Hólmara hefur þeim ekki tekist að komast yfir frá því í upphafi leiksins. Travis Cohn er með 20 stig fyrir Snæfell en Matthew Hairston hefur skorað 15 stig fyrir Stjörnumenn og Dagur Kár Jónsson er með 14 stig.18. mín, 49-46: Matthew Hairston treður með tilþrifum eftir sóknarfrákast. Snæfellingar svara með áttunda þristi sínum í leiknum en að þessu sinni var það Kristján Pétur Andrésson sem hitti úr þriggja stiga skoti.17. mín, 47-43: Davíð Kr. Hreiðarsson dæmir óíþróttamannslega villu á Finn Atla Magnússon fyrir litlar sakir. Snæfellingar eru skiljanlega pirraðir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.16. mín, 46-40: Dagur Kár Jónsson setur niður hraðaupphlaupskörfu og fiskar um leið þriðju villuna á Jón Ólaf Jónsson, Dagur setur niður vítið, er kominn með 12 stig og Stjarnan nær aftur sex stiga forystu.15. mín, 41-40: Travis Cohn er illviðráðanlegur fyrir Stjörnumenn en hann er kominn með 20 stig eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Snæfellingar ná hinsvegar ekki enn að komast yfir í leiknum.14. mín, 41-38: Stjörnumenn eru áfram skrefinu á undan en það stefnir í mjög spennandi leik í kvöld.12. mín, 39-33: Stjörnumenn byrja annan leikhluta vel án Hairston og eru aftur komnir sex stigum yfir.Fyrsti leikhluti búinn, 33-31: Travis Cohn (16 stig) er að halda Snæfelli inn í leiknum en leikhlutinn endaði heldur ekki vel fyrir Stjörnumenn þegar Hairston fékk sína aðra villu. Snæfell vann síðustu tvær og hálfa mínútu leikhlutans 10-2.8. mín, 31-21: Matthew Hairston er á fullu í stigaskoruninni (12 stig) og munnurinn á Matthew Hairston er á fullu. Justin Shouse skorar fjögur stig í röð og munurinn er orðinn tíu stig. Ingi Þór tekur leikhlé.7. mín, 25-21: Fimm af fyrstu sjö körfum leiksins hjá Snæfelli hafa verið þriggja stiga körfur. Travis Cohn er kominn með 11 stig þar af er hann búinn að skora þrjá þrista.5. mín, 22-13: Stjörnumaðurinn Matthew Hairston skorar körfu eftir sóknarfrákast og fær víti að auki sem hann setur niður. Hairston skorar aftur í næstu sókn og Stjarnan er komið með níu stiga forskot.5. mín, 17-10: Stjörnumenn eru komnir með sjö stiga forystu. Dagur Kár Jónsson og Marvin Valdimarsson eru báðir komnir með fimm stig.3. mín, 10-5: Stjörnumenn svara með sjö stigum á stuttum tíma og fjórir af fimm leikmönnum liðsins eru komnir á blað.2. mín, 3-5: Travis Cohn skorar fimm stig í röð og Snæfell nær forystunni í leiknum.Leikurinn hafinn, 3-0: Snæfell byrjar með boltann en Justin Shouse skorar fyrstu stigin þegar hann smellir niður þristi.Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson og Leifur Garðarsson dæma leikinn ásamt Davíð Kr. Hreiðarssyni. Sigmundur og Leifur eru þeir dómarar sem oftast hafa verið kosnir besti körfuboltadómari ársins á Íslandi.Fyrir leik: Það fer vel á með þjálfurunum Teiti Örlygssyni og Inga Þór Steinþórssyni fyrir leik en þarna fara tveir af reynslumestum þjálfurum deildarinnar. Þeir gera sér vel grein fyrir mikilvægi þess að ná sigri í þessum leik í kvöld.Fyrir leik: Hvorugt liðið er með fullt lið í þessum leik sem vekur athygli enda ætti þá að vera pláss fyrir ungan og efnilegan á bekknum. Það er enginn í númer fjórtán hjá Stjörnunni og enginn í númer fimmtán í liði Snæfells.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa tapað fimm deildarleikjum í röð og jafnframt sjö af síðustu átta leikjum sínum. Síðasti sigur Stjörnumanna og sá eini frá byrjun desember kom á móti Þór úr Þorlákshöfn 16. janúar síðastliðinn.Fyrir leik: Stjarnan vann 22 stiga sigur í fyrri leiknum í Hólminum, 107-85, þar sem Matthew Hairston (31) og Marvin Valdimarsson (29) skoruðu 60 stig saman. Þetta er hinsvegar fyrsti leikur liðanna síðan að Snæfell fékk Travis Cohn til að leysa af Vance Cooksey í leikstjórnendastöðunni.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið fjóra leiki í röð á Íslandsmóti á móti Snæfelli því Garðbæingar unnu einnig þrjá síðustu leikina í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppninni í fyrravor.Fyrir leik: Snæfell vann Stjörnuna í þessu húsi í Lengjubikarnum fyrir Íslandsmótið. Stjarnan var ekki komið með bandarískan leikmann fyrir þann leik sem var í átta liða úrslitum keppninnar.Fyrir leik: Stjarnan tekur sjöunda sætið af Snæfelli með sigri og væru Stjörnumenn þá ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum liðanna. Snæfell þarf að vinna leikinn með 23 stiga mun til að vera með betri stöðu í innbyrðisleikjum á móti Stjörnunni.Fyrir leik: Snæfellingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Val og ÍR. Sigurinn á Val var fyrsti útisigur Hólmara í sex leikjum eða síðan þeir unnu ÍR í Seljaskólanum 14. nóvember.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira