Íslenski boltinn

KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þegar landsliðshópurinn var kynntur fyrir vináttulandsleik við Wales í næstu viku. Þegar það er tvíhöfði í undankeppni EM 2016 og bara tveir dagar á milli leikja þá ætlar KSÍ að taka leiguflug fyrir landsliðið til að auðvelda ferðalagið.

Íslenska landsliðið er með þrjá tvíhöfða í undankeppninni sem hefst næsta haust þar af einn strax í október þar sem liðið spilar í Lettlandi 10. október og svo á Laugardalsvellinum þremur dögum síðar.

Árið 2015 spilar liðið í Hollandi 3. september og svo á Íslandi þremur dögum síðar og loks mætir liðið Lettlandi á heimavelli 10. október og spilar síðan lokaleik sinn í Tyrklandi þremur dögum síðar.

„Nú eru bara tveir dagar á milli leikja og styttri tími til undirbúnings. Þetta er ný staða fyrir landsliðin," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundinum.


Tengdar fréttir

Bale í hópnum gegn Íslandi

Dýrasti knattspyrnumaður heims er í hópnum sem mætir strákunum okkar í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×