Mögulegt Íslandsmet Hafdísar ekki tímamælt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 14:15 Hafdís Sigurðardóttir kom fyrst í mark en tímatakan klúðraðist. Vísir/Vilhelm Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39
ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49
Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00
Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn