Stjörnufatahönnuðurinn Michele Savoia fannst látinn í Hudson-ánni á sunnudag samkvæmt fréttasíðunni TMZ. Michele hefur klætt stjörnur á borð við Robert DeNiro og Ricky Martin.
Michele sást síðast í afmælisveislu Paris Hilton sem haldið var á Marquee-næturklúbbnum í New York á fimmtudag.
Lík hans fannst fljótandi í ánni nálægt húsbáti hans. Hann var 55 ára að aldri.
Stjörnufatahönnuður fannst látinn í Hudson-ánni
