Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í sínum bestu greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum í dag. Þeim tókst hinsvegar ekki að bæta Íslandsmetin.
Aníta Hinriksdóttir kom í mark í 800 metra hlaupinu á 2:02,93 mínútum sem er hennar annar besti tími í greininni. Íslandsmet hennar er 2:01,81 mínútur frá 19. janúar síðastliðinnum.
Aníta náði þessum flotta tíma algjörlega án samkeppni en hún fékk mikla samkeppni á Reykjavíkurleikunum á dögunum þegar hún setti metið.
Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark í 200 metra hlaupi karla á 21,76 sekúndum og hafði þar betur í baráttunni við Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR sem kom í mark á 21,98 sekúndu. Kolbeinn var fyrir hlaupið með augun á Íslandsmeti Óla Tómasar Freyssonar sem hljóp á 21,65 sekúndum árið 2008.
Sport
Íslandmetin héldu gegn atlögu Anítu og Kolbeins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið
Theodór Elmar hættur hjá KR
Íslenski boltinn
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“
Enski boltinn
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
×
Mest lesið
Theodór Elmar hættur hjá KR
Íslenski boltinn
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“
Enski boltinn
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“
Enski boltinn