Hriktir verulega í undirstöðunum Svavar Hávarðsson skrifar 5. febrúar 2014 10:19 Sjö árgangar eru í framhaldsskólum landsins á hverjum tíma, á meðan viðmiðið er að námið taki fjögur ár. Spurt er hvað það myndi spara ef þeir væru bara sex. Fréttablaðið/gva Innan fárra ára mun stór hópur framhaldsskólakennara hætta störfum vegna aldurs. Nýliðun er að sama skapi of lítil til að fylla það skarð sem er að myndast. Forsvarsmenn kennara segja vandann kristallast í kjarabaráttu þeirra og án þess að skólarnir verði samkeppnishæfir um vel menntað fólk stefni einfaldlega í óefni. Sögulegt tækifæri við styttingu framhaldsskólans, segir prófessor.Erfitt úrlausnarefni „Á meðan að meðalaldurinn hækkar stöðugt eru fáir nýir að koma inn. Nýliðunin er allt of lítil, þó þetta lafi enn þá. En það fer að hrikta verulega í undirstöðunum því stórir hópar eru að fara á eftirlaun á sama tíma,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Rótina að þessum vanda má að hluta rekja til uppbyggingar framhaldsskólakerfisins og kröfunnar í samfélaginu um jöfn tækifæri til náms. Með hraðri uppbyggingu framhaldsskóla víða um land, en þeir eru um þrjátíu alls, fjölgaði mjög í stétt framhaldsskólakennara. Þessi stóra kynslóð kennara sem þurfti til að manna nýjar stöður og hófu störf á sama tíma, er að komast á aldur. „Þetta verður erfitt að leysa ef framhaldsskólarnir verða ekki gerðir samkeppnishæfir í launum til að draga að sér vel menntað ungt fólk. Þetta snýst um þessi grundvallaratriði – að kerfið hvetji fólk til að starfa í skólunum en letji það ekki eins og nú er,“ segir Aðalheiður og bætir við að kennaraforystan hafi varað við þessari hættu um langt árabil.Stytting framhaldsskólansIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana og pússa af þeim augljósa agnúa. Hugmyndir Illuga voru einnig uppi á borðum hjá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi sem skilaði af sér um mitt ár í fyrra, og var komið á fót eftir skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um möguleika Íslands haustið 2012.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins, telur tækifæri felast í stöðunni sem er komin upp. „Ég held einmitt að það sé sögulegt tækifæri til að gera þetta. Vegna þess að stéttin er að eldast og margir að fara á eftirlaun ætti að vera hægt að stytta skólann án þess að það ógni starfsöryggi kennara eða hafi að öðru leyti verulegt rask í för með sér innan stéttarinnar. Þetta ætti að vera nokkuð borðleggjandi „win-win“-dæmi; nemendur útskrifast ári fyrr og kennarar fá hærri laun vegna hagræðingar án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar á starfsöryggi,“ segir Friðrik og hnykkir á því að lengja þurfi skólaárið um leið og árum sé fækkað.Eitt ár á ári Þegar horft er nokkur ár aftur stendur það á endum að meðalaldur framhaldsskólakennara hækkar um eitt ár á hverju ári. Þetta er skýrasta dæmið um að endurnýjunin í kennarahópnum er allt of hæg. Á þetta bendir Ólafur H. Sigurjónsson, varaskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Hann segir að kennarahópurinn sem hér er fjallað um séu reynsluboltarnir í hópnum sem bera starfið uppi. „Nú fara þeir að tínast út, og mjög margir jafnvel á næstu tveimur árum þegar horft er til 95 ára reglunnar. Ef kjörin batna ekki snarlega þá er ekkert sem heldur í þá,“ segir Ólafur sem óttast jafnframt að ungir kennarar sem hafa þegar aflað sér töluverðrar reynslu hugsi sér til hreyfings, því það séu miklir möguleikar á vinnumarkaði fyrir vel menntaða unga kennara.566 eru 55 ára og eldri Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að einn af hverjum þremur framhaldsskólakennurum er 55 ára eða eldri, eða 566 af rúmlega 1.500. Kennarar sextugir og eldri eru 321 samanborið við 153 fyrir réttum áratug. Margir þessara kennara eiga rétt á að hætta störfum fyrir 67 ára aldur vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Reglan kveður á um að þegar samanlagður lífaldur opinbers starfsmanns og iðgjaldagreiðslutími hans í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er orðinn 95 ár, eigi viðkomandi rétt á lífeyri, sé hann orðinn 60 ára og láti af störfum. Fréttaskýringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Innan fárra ára mun stór hópur framhaldsskólakennara hætta störfum vegna aldurs. Nýliðun er að sama skapi of lítil til að fylla það skarð sem er að myndast. Forsvarsmenn kennara segja vandann kristallast í kjarabaráttu þeirra og án þess að skólarnir verði samkeppnishæfir um vel menntað fólk stefni einfaldlega í óefni. Sögulegt tækifæri við styttingu framhaldsskólans, segir prófessor.Erfitt úrlausnarefni „Á meðan að meðalaldurinn hækkar stöðugt eru fáir nýir að koma inn. Nýliðunin er allt of lítil, þó þetta lafi enn þá. En það fer að hrikta verulega í undirstöðunum því stórir hópar eru að fara á eftirlaun á sama tíma,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Rótina að þessum vanda má að hluta rekja til uppbyggingar framhaldsskólakerfisins og kröfunnar í samfélaginu um jöfn tækifæri til náms. Með hraðri uppbyggingu framhaldsskóla víða um land, en þeir eru um þrjátíu alls, fjölgaði mjög í stétt framhaldsskólakennara. Þessi stóra kynslóð kennara sem þurfti til að manna nýjar stöður og hófu störf á sama tíma, er að komast á aldur. „Þetta verður erfitt að leysa ef framhaldsskólarnir verða ekki gerðir samkeppnishæfir í launum til að draga að sér vel menntað ungt fólk. Þetta snýst um þessi grundvallaratriði – að kerfið hvetji fólk til að starfa í skólunum en letji það ekki eins og nú er,“ segir Aðalheiður og bætir við að kennaraforystan hafi varað við þessari hættu um langt árabil.Stytting framhaldsskólansIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana og pússa af þeim augljósa agnúa. Hugmyndir Illuga voru einnig uppi á borðum hjá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi sem skilaði af sér um mitt ár í fyrra, og var komið á fót eftir skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um möguleika Íslands haustið 2012.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins, telur tækifæri felast í stöðunni sem er komin upp. „Ég held einmitt að það sé sögulegt tækifæri til að gera þetta. Vegna þess að stéttin er að eldast og margir að fara á eftirlaun ætti að vera hægt að stytta skólann án þess að það ógni starfsöryggi kennara eða hafi að öðru leyti verulegt rask í för með sér innan stéttarinnar. Þetta ætti að vera nokkuð borðleggjandi „win-win“-dæmi; nemendur útskrifast ári fyrr og kennarar fá hærri laun vegna hagræðingar án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar á starfsöryggi,“ segir Friðrik og hnykkir á því að lengja þurfi skólaárið um leið og árum sé fækkað.Eitt ár á ári Þegar horft er nokkur ár aftur stendur það á endum að meðalaldur framhaldsskólakennara hækkar um eitt ár á hverju ári. Þetta er skýrasta dæmið um að endurnýjunin í kennarahópnum er allt of hæg. Á þetta bendir Ólafur H. Sigurjónsson, varaskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Hann segir að kennarahópurinn sem hér er fjallað um séu reynsluboltarnir í hópnum sem bera starfið uppi. „Nú fara þeir að tínast út, og mjög margir jafnvel á næstu tveimur árum þegar horft er til 95 ára reglunnar. Ef kjörin batna ekki snarlega þá er ekkert sem heldur í þá,“ segir Ólafur sem óttast jafnframt að ungir kennarar sem hafa þegar aflað sér töluverðrar reynslu hugsi sér til hreyfings, því það séu miklir möguleikar á vinnumarkaði fyrir vel menntaða unga kennara.566 eru 55 ára og eldri Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að einn af hverjum þremur framhaldsskólakennurum er 55 ára eða eldri, eða 566 af rúmlega 1.500. Kennarar sextugir og eldri eru 321 samanborið við 153 fyrir réttum áratug. Margir þessara kennara eiga rétt á að hætta störfum fyrir 67 ára aldur vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Reglan kveður á um að þegar samanlagður lífaldur opinbers starfsmanns og iðgjaldagreiðslutími hans í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er orðinn 95 ár, eigi viðkomandi rétt á lífeyri, sé hann orðinn 60 ára og láti af störfum.
Fréttaskýringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira