"Sjónvarpsauglýsingar voru gerðar í sama stíl af framleiðslufyrirtækinu Sítrusi en þær sýna hvernig mjólkin kemur við sögu í daglegu lífi fólks alla ævi," segir GUðný en sjónvarpsauglýsingarnar skarta lagi sem samið er af Medialux með texta eftir Þórdísi Helgadóttur, textasmið hjá ENNEMM. Jóhann Sigurðarson, leikari, syngur.
Hér má sjá texta nýja mjólkurlagsins
1. erindi
Hraustur kroppur geymir heilbrigða sál.
Hugsandi anda með vitsmuni og mál.
Með stoðirnar rammar sem stuðlaberg,
sterkbyggða vöðva og traustan merg.
Viðlag
Þú fyllir glas af mjólk sem er hressand' og hrein.
Hleður inn kalki í tennur og bein.
Tennur og vöðva og bein og blóð.
Það er bersýnilegt hvað mjólkin er góð.
2. erindi
Í æsku fékkstu mat sem matur var í.
Magnað að allt lífið býrðu að því.
Ef ofurfæða er þínar ær og kýr
opnaðu fernu einn tveir og þrír.
Viðlag endurtekið
Þú fyllir glas af mjólk sem er hressand' og hrein.
Hleður inn kalki í tennur og bein.
Tennur og vöðva og bein og blóð.
Það er bersýnilegt hvað mjólkin er góð.