María Rún á íþróttastyrk til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2014 09:00 María Rún við keppni í langstökki á Vormóti ÍR í fyrra. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira