Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar.
María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.

María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.
Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar
1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009)
2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013)
3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006)
4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013)
5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)
