„Við reiknum ekki með því að halda honum eftir tímabilið,“ segir Mats Samuelsson íþróttastjóri IFK Kristianstad.
Landsliðsmaðurinn í handbolta Ólafur Guðmundsson er eftirsóttur af félögum í þýsku úrvalsdeildinni. Heimildir Kristianstadsbladet herma að liðin sem um ræðir séu Magdeburg og Hannover Bugdorf.
Ólafur hefur farið á kostum með Kristianstad í vetur og haldið uppteknum hætti á Evrópumótinu í handbolta. Hann skoraði meðal annars sex mörk úr átta skotum í 29-27 sigri Íslands á Makedóníu í gær.
Samningur Ólafs við sænska félagið rennur út í sumar. Mats Samuelsson, íþróttastjóri Kristianstad, viðurkennir að Ólafur sé á leið burtu frá félaginu.
„Þannig er það. Ég veit að Magdeburg og Hannover hafa lagt fram tilboð og það er mögulegt að fleiri félög bætist í hópinn í kjölfarið,“ sagði Samuelsson.
Geir Sveinssonvar á dögunum ráðinn þjálfari Magdeburg.
Tvö þýsk lið eltast við Ólaf Guðmundsson
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

