Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 13:30 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar í fyrra að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Vísir/Stefán Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska ríkisolíufélagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Leyfisúthlutunin hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög en samskipti Noregs og Kína hafa verið afar stirð frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í janúar í fyrra. Olíumálaráðherra Noregs kom þá sérstaklega til landsins og lýsti verkefninu sem sögulegu fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum. Tólf íslensk umhverfisverndarsamtök sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna leyfisveitingarinnar þar sem þau krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hætti tafarlaust við allar áætlanir um vinnslu olíu og gass. Með því segja þau að íslensk stjórnvöld myndu sýna ábyrgð og senda skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska ríkisolíufélagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Leyfisúthlutunin hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög en samskipti Noregs og Kína hafa verið afar stirð frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í janúar í fyrra. Olíumálaráðherra Noregs kom þá sérstaklega til landsins og lýsti verkefninu sem sögulegu fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum. Tólf íslensk umhverfisverndarsamtök sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna leyfisveitingarinnar þar sem þau krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hætti tafarlaust við allar áætlanir um vinnslu olíu og gass. Með því segja þau að íslensk stjórnvöld myndu sýna ábyrgð og senda skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.
Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira