„Ég er tryllt í nýja ilminn, Coven, frá ilmhönnuðinum Andreu Maack frá Reykjavík. Ég elska Andreu, hún er listakona og fáránlega hæfileikarík miðað við aldur,“ segir meðal annars í gagnrýni sem birtist á lífstíls- og tískusíðunni The Women's Room um nýjasta ilm Andreu, Coven.
Andrea hefur sjálf lýst Coven sem nornaseið, en ilmurinn er sá sjöundi frá Andreu kominn.
„Coven er Andrea að taka út þroska fyrir mér. Það smellur einhvernveginn allt og ilmurinn er svo fallega frábrugðinn öðrum,“ segir pistlahöfundur jafnframt í gagnrýninni.
The Women's Room tryllt í Andreu
