Tugir mótmæltu olíuleit Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2014 16:18 MYND/ÁRNI FINNSON Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar. Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar.
Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira