Ein breyting hefur verið gerð á íslenska karlalandsliðinu í handknattleik sem mætir Pólverjum í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag.
Stefán Rafn Sigurmannsson, leikaður Rhein-Neckar Löwen, kemur inn í liðið fyrir Aron Pálmarsson, leikmann Kiel. Aron hefur glímt við meiðsli á Evrópumótinu og verður ekki til taks í dag.
Aron og Stefán Rafn eru miklir félagar þótt Aron sé uppalinn í FH en Stefán Rafn í Haukum.
Leikur Íslands og Póllands á EM hefst klukkan 15 og verður í beinni texta- og útvarpslýsingu hér á Vísi.
Aron hefur leikið sinn síðasta leik á EM
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn