Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2014 20:48 Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag. Lekamálið Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag.
Lekamálið Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira